Fáir smella á auglýsingar á netinu

comScore kynnti nýlega áhugaverðar niðurstöður úr rannsókn um smelli á netinu:

- 84% smella að jafnaði aldrei á auglýsingar á netinu (per mánuð)

- 8% (helmingur þeirra 16% sem smella) eiga 85% af heildarsmellum.

Það er því ljóst að markaðsfólk sem reynir að hanna net auglýsingar svo þær fái flesta smelli eru að hanna auglýsingar fyrir þessi 16% en ekki 84% sem smella aldrei.

http://www.mediapost.com/publications/?fa=Articles.showArticle&art_aid=115210&lfe=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein áhugaverð staðreynd sem kom fram í rannsókn frá iProspect er að af þeim sem heimsækja auglýsanda eftir að hafa séð borða, þá smella sumir en amk. jafn margir slá nafn auglýsanda í leitarvél eða slá lén þeirra beint í vafrann. Þ.a. kannski eru það aðeins fleiri en 16% sem heimsækja auglýsanda, þótt þeir smelli ekki allir.

Geir Freysson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Fjöldi smella vanmeta árangurinn mikið og árangurinn á leitarvélunum ofmetur hann.   Við erum með áhugaverðar nýjar tölur um þetta í bókinni okkar um markaðssetningu á netinu sem kemur út í næsta mánuði.  Gerðum nokkrar kannanir hérna á Íslandi með Capacent og fleirum.

Segðu mér aðeins frá smelltu.is?  Í hvaða business eru þið?

kv

Gummi

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 6.11.2009 kl. 19:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband