Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Árangur með tölvupóstum

Í nýrri könnun kom í ljós að það skipti mjög miklu máli hvort fréttabréf fyrirtækja væru send í nafni fyrirtækisins eða í nafni tengils viðkomandi hjá fyrirtækinu. 

Þegar netklúbbspóstar voru sendir í nafni tengla fyrirtækjanna var opnunarhlutfall að meðaltali 64%, og smellihlutfall 21%.  Á móti var opnunarhlutfall á póstum í nafni fyrirtækjanna sjálfra með 21% opnunarhlutfall og 2% smellihlutall.

Könnunin sýnir mikilvægi FROM: dálksins í tölvupóstum sem er það fyrsta sem hugsa verður um að sé í lagi.   


Vörumerki geta látið samlokuna smakkast betur!

untitled10_1007828.png

Nýtt bensín hjá Skeljungi - V-Power

Það er mjög áhugaverð herferð í gangi hjá Skeljungi núna þar sem þeir kynna V-Power - öðruvísi 95 oktana bensín á sama verði og venjulegt 95 oktana bensín hjá öðrum.  

Þetta stendur á heimasíðu Skeljungs: 

untitled35_1007362.png 

 

 

 

 

 

 

 

Með þessu er Skeljungur búinn að aðgreina vöruna bensín sem í flestra hugum er nákvæmlega eins hjá öllum, 95 oktana bensín er bara 95 oktana bensín.  Tengingin við Ferrari er einnig sannfærandi og ýtir undir trúverðuleikan.  

Það sem fékk mig til að skrifa færslu um þetta var að nokkrir aðilar í kringum mig hafa prófað bensínið á bílana sína og fullyrða að bílarnir gangi betur á því! 

Það er auðvitað mjög erfitt að sannreyna það fyrir okkur venjulega fólkið en því er þetta útspil snjallt.  Auka virðið sem Skeljungur er að bjóða fær eflaust fleiri til að keyra örfáa metra í viðbót svo þeir komist í góða bensínið á móti þessu venjulega annars staðar.

Frábær aðgreining hjá Skeljungi á vöru sem er hrein ,,commodity" - það verður gaman að fylgjast með því hvernig markaðurinn tekur þessu - og samkeppnin bregst við.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband