Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Bókin Markaðssetning á netinu komin út!
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Ný könnun! Íslendingar versla öðruvísi núna!
Capacent gerði könnun í september á því hvernig við íslendingar höfum breytt kauphegðun okkar. Niðurstöðurnar eru bæði sláandi og áhugaverðar.
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Tvær góðar um markaðssetningu á netinu
"As marketers, we usually dont approach our customers like we would approach a potential spouse, do we? No, were more like a drunken frat boy at thus first freshman mixer. Most marketers approach customers and prospects more intent on the one-night stand than the long-term relationship. We know its wrong...but we do it anyway."
"What is really funny to me is the fact that when you talk to organizations about what makes them differnt (worthy if you will) this answer always lands somewhere in the top three: our people. So why do you hide your people behind the facade of a brand or an institution? At the end of the day, people associate themselves with other people that they like. Your constituents want to liek you and have a relationship with you."
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Flugvélar // Markaðssetning á netinu
Ég verð alltaf svolítið eins og lítill strákur þegar ég kem í flugskýlið hjá ITS og sé vélarnar okkar. Það er eitthvað bara svo magnað við þessa klumpa sem geta skotist á milli landa! Tók þessar myndir í síðustu viku en þá vorum við að skoða litapallettur ofl. fyrir vélarnar okkar. Vélin á myndunum var í c-skoðun og var að fá ný sæti og afþreyingarkerfi í leiðinni.
- - -
Bókin Markaðssetning á netinu er nú komin í síðustu próförk en á mánudagsmorgun byrjar umbrotið. Það er eiginlega hálf furðuleg tilhugsun að verkinu sé að ljúka eftir 11 mánaða vinnu! En gaman hvað þetta er að ganga vel og allt á áætlun, útgáfa 1. des.
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Skemmtileg saga sem sýnir afhverju öll fyrirtæki þurfa að faðma Social Media!
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Við erum öll að multitaska í dag...
Samkvæmt nýjum rannsóknum í Bretlandi:
- 70% af Bretum fara á netið á meðan þeir horfa á sjónvarpið
- 27% Googla vörur sem þeir sjá í auglýsingatímum
- 49% eru ánægðir með heimasíður breskra fyrirtækja (upplýsingalega séð)
(AdMap, Mars '09)
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Staðfestur útgáfudagur - 1 desember
Undanfarnar vikur hafa verið frekar brjálaðar. Við Kristján Már erum búnir að vinna stíft að því að ljúka við bókina sem við höfum verið að vinna að um Markaðssetningu á Netinu. Nú er það staðfest að hún verður komin í dreifingu 1 desember og verður formlega kynnt á ráðstefnu þann sama dag á vegum Ímark og Útflutningsráðs. Segi betur frá henni síðar.
Þetta er búið að vera ferðalag frá því í janúar og eflaust nokkur hundruð klukkustundir í vinnu að baki!
Virkilega gaman að sjá svona fyrir endann á þessari miklu vinnu og ekki síst því bókin er fanta góð! :-)
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Íslendingar og netið árið 2009
Hagstofan birti nýlega uppfærðar tölur um notkun á netinu á Íslandi. Það má segja að allir sem eru 44 ára og undir séu komnir á netið.
Það er ekki fyrr en fyrirtæki vilja ná til 65-74 ára Íslendinga sem netið hrapar í dekkun en ef á heildina er litið eru 93% af íslendingum núna á netinu. Hitt er svo annað mál að dekkun er ekki eini styrkleiki þess, heldur þessir einstöku samskiptamöguleikar sem fyrirtæki og fólk hefur þar.