Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Lífið...

Frábær helgi á Íslandi að baki.

Fór með frúnni í Leikhús að sjá Alveg brilljant skilnaður á laugardagskvöldið og svo á uppáhalds veitingastaðinn minn í Reykjavík, Sjávarkjallarann.  Hann bara klikkar ekki.  Þaðan var haldið í miðbæjar-teiti, kíkt á EGO...og endað á Apótekinu í smá tíma fyrir heimför.  Frábært kvöld.

Ég flyt heim 5 Júní, svo þeir eru nú ekki margir dagarnir eftir í London en hugurinn er alveg farinn heim.

Stína frænka ásamt Guðbjörgu eru í heimsókn hjá mér en fara í kvöld, þá kemur bróðir minn og Kristjana og verða fram á laugardag...en sjálfur fer ég til Íslands á föstudagskvöld og kem til baka í næstu.   Nóg að gera og mikill gestagangur á lokasprettinum. 

Skrítið að hugsa til þess að það séu bara 11 vinnudagar eftir!


Síminn gerir það aftur...snilld!


...og svo post-moderniski töffaraskapurinn! (samt retro)


Noregur rokkar í tónlist...svalt!


Hinar og þessa pælingar

Það er oft sem bloggið verður svona "white board" fyrir skemmtilegar pælingar (lesist sem ruslakista) sem verða á vegi manns. Hér kemur eitt og annað í engu samhengi!

#1

Íslenski fyrirtækja-kúlturinn litast svolítið af þessu held ég (flatur strúktur og "allir jafnir" stemning) Í Snorra-Eddu,  frá því um 1220, segir orðrétt: ,,Víst trúi ég því að þessi konungur sé góður en hitt vitum við að konungar eru misjafnir, sumir góðir aðrir vondir og því er best að hafa engan konung”.

#2

Það er talað um það að bankarnir séu með eignir sem eru 10x þjóðarframleiðsla (12.000 milljarðar).  Þetta er rétt, en Kaupþing sem dæmi er með bankaleyfi í 8 löndum.  Þar af leiðandi eru 8 mismunandi Seðlabankar sem verja hann og því á þessi tala kannski illa við í umræðunni um hvað Seðlabankinn stendur illa að vígi gagnvart bönkunum.

#3

Það er talað um að skuldir íslenska þjóðarbúsins sé 120% af landsframleiðslu. Sem er auðvitað frekar æpandi tala. Í nýjasta hefti Peningamála er önnur uppgjörsaðferð notuð til að meta stöðuna.  Markaðsvirði fjármunaeigna er notað en ekki bókfært virði en þá er skuldastaðan aðeins 27% af landsframleiðslu (staðan tekin á Q3 2007)!  Nýja uppgjörið er í fullu samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það er vandasamara að meta og hefur því ekki verið birt fyrr!


...hugsað heim.

 

Þó þú langförull legðir,
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta,
samt þíns heimalands mót.


(Vesturfarinn og skáldið Stephan G. Stephansson.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband