Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Föstudagur, 21. mars 2008
Björn blæs á Evrópusambandið sem lausn núna...
af bjorn.is
"Írar og evran
Í breska blaðinu The Daily Telegraph hinn 13. mars segir, að írska ríkisstjórnin kunni að þurfa að rétta írskum bönkum hjálparhönd vegna lækkunar á fasteignaverði í landinu. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa nein ráð til að stöðva alvarlega, efnahagslega niðursveiflu. Tímabundin þjóðnýting á bönkum kunni að verða þrautalendingin.
Morgan Kelly, prófessor við University College í Dyflinni, segir ríkisstjórnina næstum úrræðalausa til að sporna gegn því að niðursveiflan breytist í alvarlegan samdrátt. Hann segir Íra ekki geta gert neitt, sem þjóð mundi venjulega gera við aðstæður sem þessar, þar sem þeir séu hluti evrusvæðisins. Þeir geti ekki lækkað vexti, þeir geti ekki lækkað gengið og þeir hafi miklu minna svigrúm til fjármálalegra aðgerða en fólk ætli. Þeir sitji einfaldlega í súpunni.
Fasteignaverð lækkaði um 7% á Írlandi síðasta ár og heldur áfram að lækka á þessu ári. Atvinnuleysi var 5,2% í febrúar sl. hið mesta í 8 ár. Bankarnir séu bjargar þurfi eins og þeir voru á Norðurlöndunum í byrjun 10. áratugarins, þegar ríkið tók þá í fóstur. Minnt er á, að tveir sænskir bankar voru þjóðnýttir og blásið í þá nýju lífi, áður en þeir voru aftur settir á markað. Svíar hafi þó ekki náð tökum á stjórn eigin peningamála, fyrr en eftir að þeir hættu þátttöku í evrópska gjaldmiðlasamstarfinu (ERM) og tóku peningamálin í eigin hendur.
Í fréttinni er einnig rifjað upp, að síðustu 20 ár hefur verið litið til Írlands sem fyrirmyndar vegna hagvaxtar og efnahagsframfara. Írar eigi þó mest undir viðskiptum í pundum og dollar af öllum evruríkjum og finni því þyngst fyrir áhrifum af síhækkandi gengi evrunnar. Morgan Kelly telur, að Írar hafi tapað 20% af samkeppnishæfni sinni frá því sem hún var, þegar evran kom til sögunnar.
Af umræðum hér á landi um viðbrögð í efnahagsmálum stendur upp úr furðulega mörgum, að eina bjargráðið sé að fara sömu leið og Írar gerðu með aðild að evrusvæðinu. Írar eru eina ESB-þjóðin, sem verður að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmála ESB. Af fréttum má ráða, að reiði almennings í garð evrunnar kunni að leiða til þess, að sáttmálanum verði hafnað af Írum. Þar með yrði allt í uppnámi innan ESB.
Á Schengen-fundi í Brussel á dögunum ræddi ég við írskan ráðherra um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði, að hún yrði í sumar. Á hinn bóginn hefði endanleg dagsetning ekki verið ákveðin.
Sjá má, að ríkisstjórnin vill draga sem lengst að tilkynna daginn, því að vitað er, að í kosningabaráttunni muni andstæðingar Lissabon-sáttmálans hvaðanæva að úr Evrópu koma til Írlands til að leggja sitt af mörkum til að fella hann.
Undanfarnar vikur hef ég setið tvo Schengen-ráðherrafundi og þar á meðal tekið þátt í tveimur lokuðum, óformlegum umræðum. Ég fullyrði, að Ísland, Noregur og Sviss standa ekki verr að vígi en aðildarríki ESB, ef áhugi er á því að viðra á þessum vettvangi einhver sérgreind hagsmunamál þessara ríkja eða hafa áhrif á ákvarðanir. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að unnt sé að vinna skipulegar að því að kynna og ræða íslenska Schengen-hagsmuni við framkvæmdastjórn ESB með núverandi skipan en ef Ísland væri aðili að ESB.
Störf mín á þessum vettvangi síðan 2003, fyrir utan formennsku í Evrópunefndinni, 2004 til 2007, hafa gefið mér einstakt tækifæri til að afla mér haldgóðrar þekkingar á tengslum Íslands og Evrópusambandsins jafnvel meiri en flestra annarra íslenskra stjórnmálamanna. Með þessa reynslu að baki blæs ég á þau sjónarmið, að með núverandi skipan sé ekki unnt að tryggja íslenska hagsmuni á fullnægjandi hátt gagnvart Evrópusambandinu. Auk þess lít ég á það sem uppgjöf við stjórn íslenskra efnahagsmála að halda, að allur vandi hverfi með því einu að ganga í Evrópusambandið til að komast í eitthvert evruskjól.
Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra"
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Margt jákvætt við dýrari olíu...
Þeim mun dýrari sem olía verður, þeim mun meira olíu efficient gera framleiðendur þau tæki og tól sem nota olíu.
Þeim mun dýrari sem Olía verður, verður alltaf meiri logík hjá fjárfestum í að setja mikla peninga í að þróa tækni/finna orku sem getur leyst olíuna af hólmi.
Neikvæðu hliðaráhrifin af því að vera svona háð olíu eru nefnilega gríðarlega dýr. Án olíu væru færri stríð og utanríkistefna vestrænna ríkja myndi kúvendast. Mið austurlönd myndu hætta að skipta okkur máli í raun, flest stríð eru háð á einn eða annan hátt v/olíu og svo mætti lengi telja.
Því dýrari sem olían verður, erum við því að leggja grunn að mun bjartari framtíð!
Olíuverð á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Til hvers lifum við...
Páll Skúlason sagði eitt sinn:
Til hvers lifum við, hvaða gagn gerum við heiminum ef við vitum ekki hver við sjálf erum?
Þetta á svo sannarlega við fyrirtækjarekstur. Á tímum líkt og nú skiptir miklu máli að fyrirtæki átti sig á því hvað þau eru, fyrir hvað þau standa...hvert er virðið "(Value Proposition) sem þau bjóða?
Ef þau gera það ekki, til hvers eru þau þá til og hvaða gagn er af þeim?
Sunnudagur, 16. mars 2008
Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?
Ég komst að þeirri niðurstöðu í lokaritgerð árið 2004 að við ættum ekki að ganga í ESB. (ritgerðina má finna hér)
Margt sem hefur svo sem breyst frá því ég skrifaði hana en ég er enn á sömu skoðum.
Að ganga inní ESB til að takast á við ólgusjóinn í hagkerfi heimsins (okkar þar með talið) núna er auðvitað algjört rugl. Lífskoðanir mínar gera það að verkum að Evrópusambandið og þetta sósíalíska bákn sem það byggir á er ekki spennandi. Hinn innri markaður og fjórfrelsið...frjálst flæði á fólki, vörum, þjónustu og fjármagni er hins vegar mjög spennandi. En með samning okkar um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu erum við núþegar að njóta ávaxta sameinaðar markaðar Evrópu.
Í raun má segja að allt of mikið frétta áreiti og þar af leiðandi engin þolinmæði almennings gerir það að verkum að þrýstingur á inngöngu í ESB er núna mikil...við erum að fara í gegnum aðlögunarskeið sem á eftir að taka á...þá á bara ganga inní ESB til að redda hlutunum! Það er auðvitða engin redding...og þegar við erum orðin meðlimir að ESB...er erfitt að sjá okkur bakka þaðan aftur nema miklu verr sett en við erum í dag (myndum eflaust tapa EES)
Í stuttu máli, okkur hefur gengið betur er löndum innan ESB...tökum því bara þynnkunni sem er að dynja á okkur núna og slöppum af. Besta ráðið við þynnku eru heimapantaðar pizzur og video gláp...tökumst núna á við þessa þynnku með sama hætti og slöppum aðeins af!
Þriðjudagur, 11. mars 2008
London í mars
Skólinn byrjaður á fullu í London, ferlega skemmtilegt að setjast á skólabekk hérna...maður kemst öðruvísi inní samfélagið. Námið gott...og hardcore marketing. Sem er gaman.
Ég var að uppgötva snilld podcasta. Ég búinn að raða inn áhugaverðum pistlum, fréttum ofl i iTunes hjá mér. Á hverju morgni þegar ég vakna uppfæri ég það...skelli svo iPodinum á mig og fer í tubuna. Eins og zombie á leiðinni í vinnuna hlusta ég þannig á helstu local og heimsfréttir og pistlahöfundana sem ég fylgist með hverju sinni. Tæknin er frábær!
Sem gamall útvarpsgaur skil ég reyndar engan veginn af hverju útvarpsstöðvar eru ekki meira að nýta sér þetta gríðarlega magn af hljóð-efni sem er að verða til með þessari sprengju. Þessi dreifileið á hljóði (eins og svo mörg dæmi eru til um með sjónvarp) eru annað dæmi þess hvað þessar hefðbundnu dreifileiðir á afþreyingarefni eru að breytast. Það skiptir ekki lengur eins miklu máli að eiga FM tíðni sem er rándýrt með tilheyrandi sendum og kostnaði.
- - -
Sem ýtir mér að annarri snilld hér í London. BT er að gera tilraunir með að bjóða fólki að opna routerana sýna fyrir öðrum BT notendum. Svo allir sem eru í BT "samfélaginu" geta notað routerana hjá hvor öðrum ókeypis. Nú er svo komið að maður kemst frítt á internetið með þessari leið á alveg fáránlegum stöðum. Með svona samfélagi geta Internet fyrirtæki aðgreint sig á þann hátt að hraði og annað sem þeir bjóða skiptir minna máli. Með því að vera í samfélaginu þeirra hefur maður aðgang að fríu WiFi interneti út um allt, og þeim mun fleiri sem taka þátt í samfélaginu þeim mun sniðugra verður að koma nýr inn...með hverjum nýjum...eru fleiri staðir með "frítt" internet. First mover í þessu á Íslandi vinnur klárlega. Vodafone vs Síminn.
- - -
Síða sem er snilld. Marginal Revolution, maður verður að heimsækja þessa reglulega:http://www.marginalrevolution.com/
- - -
Ég vann einu sinni ritgerðarsamkeppni í Kanada fyrir ritgerð um Alþjóðavæðingu. Varð í raun hugfanginn af þessu fyrirbæri eftir það en sem frjálshyggjumaður kemur þetta sterkt við lífskoðanir mínar. Mjög stoltur af ritgerðinni en hún tekur á aðal rökunum fyrir því af hverju mannvinir ættu að berjast fyrir aukinni alþjóðavæðingu með öllum ráðum. Er að vinna í bók núna eftir Martin Wolf (sem er með reglulegt podcast á ft.com) sem heitir Why Globalisation Works ... brilljant lesning og í raun lykill að framförum í þeim heimshlutum sem sárast þarfnast þeirra!