Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 31. mars 2008
Smá samantekt á hagvísum...
Jafnvægis... | Núverandi | ||
Hagvöxtur | 3% | 3,8% (2007) | Til langs tíma ákvarðast hagvöxtur af undirliggjandi framleiðni fjármagns og vexti og hæfni vinnuaflsins |
Atvinnuleysi | 3% | 1,9% (Q4 ´07) | Til langs tíma ákvarðast atvinnuleysi af stofnanalegum þáttum eins og atvinnuleysisbótakerfi og sveigjanleika vinnumarkaðar |
Raunvextir | 4-5% | Til langs tíma ákvarðast raunvextir af undirliggjandi framleiðni fjármagns og sparnaðarhneigð almennings | |
Gengi | 130 | 153,4 (31 March) | |
Verðbólgumarkmið | 2,5% +/-1,5% | 8,70% |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Áhlaup?
Þetta er hættuleg blaðamennska ef hún er ekki sönn. Sunday Times er virt blað sem varla færi að bulla með svona fréttir....gæti þetta verið satt?
Þetta gæti hæglega sett af stað áhlaup á þessa reikninga og bankana en þeir skipa mikilvægan sess í fjármögnun þeirra. Auðvitað halda bankarnir öðru fram, þeir hafa allt að tapa ef fólk trúir þessu því þá verður hjörðin hrædd og hleypur öll í sömu átt...og klassískt áhlaup verður til!
Síðasta vika besta vika Kaupþings í Bretlandi frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Hvað mikið af kostnaðarverði iPod verður eftir í Kína?
Þegar iPod er seldur í USA fyrir 299 dollara eru aðeins 4 dollarar sem verða eftir í Kína, 166 dollarar verða eftir í USA og restin fer annað. Sama pattern má segja um mjög margar evrópskar og bandarískar vörur!
Economist p:48 March 1st 2008
Laugardagur, 29. mars 2008
Tæknin flýtir þróun svolítið....
Að ná 10 milljón notendum tók...
Telephone took 40 years
Television took 18 years
PC took 15
WWW took only 5
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Ég var sammála því að taka harkalega á Írak...
Þetta er ekki vinsælt viðhorf. Ég er sammála því samt að USA hafa staðið illa að málum. Notað staðreyndir sem ekki stóðust til að selja það í byrjun, orðið uppvís að atburðum sem eru einmitt þeir sem við viljum bæla niður í heiminum með stjórnarskipti í landi eins og Írak (pyntingar) og annað sem mætti svo sem telja til.
Ástæðan fyrir því að ég er á því að rétt var að taka harkalega á landinu var að það var engin annar kostur betri. Hefði verið betra fyrir okkur að halda úti viðskiptabanni sem gerði ekkert nema svelta þjóðina? Hefði verið betra að virða að vettugi klárleg brot Saddams á ályktun U.N. um að hann yrði rasskeltur ef hann færi ekki að þeim skilmálum sem honum voru settir?
Stríð í þeirri mynd sem var var hugsanlega ekki rétta lausnin...en ef ekki, hver hefði þá verið það?
Hvað eigum við þjóðir í vestri að gera með allar þessar bjargir til aflögu svo ,,failed states" eins og Írak komist úr ánauð í bjargálnir? Mér finnst við ekki eiga að bíða...því fórnarkostnaðurinn er hár. Með Saddam, nauðganir, pyntingar, ekkert tjáningarfrelsi og harðræði af verstu gerð...og það sem skiptir mestu máli...ekkert ljós framundan því ekkert væri útlit fyrir að nokkuð muni breytast....fólk hefur nákvæmlega enga von.
Þrátt fyrir öll mistökin í þeirri aðgerð sem fór af stað...er ljós á hinum endanum á göngunum. Það gæti alveg tekið 5-10 ár að koma jafnvægi á með lýðræði og frelsi...en hefðu við ekkert gert....er hætt við að ástandið héldist óbreytt í áratugi þar sem stjórnarkyndillinn myndi ganga í erfðir.
Ég þekki fáa sem eru meðfylgjandi stríði, en engin hefur ennþá komið með betri lausn sem hefði verið hægt að hoppa á í stöðunni. Hvað finnst ykkur?
...og undirliggjandi að þessari skoðun:
Því meðan til er böl sem bætt þú gast,
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna!
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Markaðsstarf á samdráttartímum...
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Það er eðlilegt að vextir séu háir...
Verðbólga er mjög há á Íslandi um þessar mundir og því er ógjörningur að lækka vexti.
Verðbólga verður þegar fjöldi peninga eykst hraðar en aukning á vörum. M.ö.o. fleiri peningar elta jafn margar vörur...þá þarf verðið á vörunum að hækka svo jafnvægi náist. (mjög einföld skýring).
Vextir eru verðið á peningum og stýrivextir Seðlabankans hafa áhrif á alla aðra vexti á Íslandi (eða öll önnur verð á peningum).
FED í USA fór næstum því í 20% vexti á tímabili og var lengi vel með vexti í kringum 10%. Þetta er því ekkert einsdæmi þegar verið er að koma hagkerfum í jafnvægi úr mikilli verðbólguþennslu.
Laugardagur, 22. mars 2008
Hagfræðingar eru oft lélegir spámenn...
Hagfræðingar eru frægir fyrir að eiga mjög erfitt með gera sér grein fyrir hvenær samdráttur hafi hafist hvað þá að geta spá fyrir um hann. Þegar síðasta samdráttarskeiðið hófst í Bandaríkjunum töldu t.d. 90% hagfræðinga að það væri ekki hafið þó það hefði þá varað í 6 mánuði!
Úr fyrirlestri frá Friðriki Eysteins.