Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Facebook að vinna Myspace
Það er áhugavert hvað hjörðin hreyfist hratt á netinu. Social networks eru hit ársins á netinu og er það alveg ótrúlega langur tími sem fólk er að eyða á dag á þessum vefjum.
Núna er þróunin sú að Myspace...sem hefur átt þennan markað, virðist vera lúta í lægra haldi fyrir Facebook. Þar segja tölurnar að sé meiri breidd af fólki auk þess sem Facebook er meira platform en Myspace. Hægt að forrita nýja hluti inní Facebook o.s.frv.
Skilst að eitt Ísland skrái sig þar inn á dag (280þ nýskráningar á dag).
Ég er amk á Facebook, kíktu á mig :)
http://www.facebook.com/profile.php?id=675980210
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Í dag ættu Íslendingar að skammast sín en ég hræðist það hvað verður bannað næst
Það eru nokkur atvik undanfarið þar sem stjórnvöld hafa farið gjörsamlega offari. Klám ráðstefnan um daginn, Falun gong málið og núna Hells Angels.
Við erum auðvitað öll sammála um að það væri töluvert betra að félagasamtök eins og Hells Angels væru ekki á Íslandi. En það eru reyndar mörg félagasamtök sem eru mér ekki að skapi og finndist betra að lifa án. Eins og t.d. svona einhverjir porno hópar og bókstafstrúarhópar sem geta oft verið með töluvert klikkaðar skoðanir um að breyta samfélaginu.
Þó mér, eða einhverjum öðrum, líki ekki við einhver félagasamtök...þá er ekki hægt að réttlæta það að banna þau. Það er auðvitað ótækt að fólk sé dæmt , fái til dæmis ekki að koma inní landið, án þess að það hafi nokkuð brotið af sér. Falun Gong og Klám ráðstefnan eru góð dæmi.
Viljum við að það sé geðþóttarákvörðun sjórnvalda hvort einhver fái að koma inní landið eða ekki? Þó dæmdur maður sitji á alþingi, dæmum við ekki alla alþingismenn vegna þessa.
Þetta er auðvitað landinu og okkur öllum til skammar! Við finnum að handaflstjórn Norður Koreu og Kúbu þar sem ákvarðanir eru teknar og fólk dæmt eftir því sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. Ísland er á leiðinni í sömu átt! Hells Angels dæmið er fordæmisgefandi fyrir aðra hópa eða félagasamtök sem hugsanlega koma til með að reyna koma til landsins síðar.
Viljum við ekki að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? Eða viljum við leyfa stjórnvöldum að dæma fólk ef þau halda að einhver eigi eftir að gera eitthvað að sér? Ég á vini sem hafa brotið af sér og þurft að sitja dóm, dæmir það mig? í 1984 eftir Orwell var fólk dæmt fyrir thought crime...vitleysan í þessu er augljós.
Íslandi er stjórnað rosalega illa hvað þessi mál varða en þessi þróun er bókstaflega hættuleg...öll alræðisríki hafa byrjað svona hægt og rólega...fleiri og fleiri mál eru afgreidd af geðþóttarákvörðunum sem brjóta í bága við stjórnarskrá o.s.frv...hægt og rólega verða málin fleiri (og okkur finnst þetta í lagi þar sem máli eru ekki stórvægileg í sjálfum sér) þar til allt í einu við sitjum uppi með stjórnvöld sem þurfa ekki að lúta neinum grunnreglum og geta í raun gert það sem þau vilja. Hvað banna þau næst?
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Ísland Ísland Ísland
Var að lenda heima hjá mömmu og pabba en ég verð á Íslandi þar til á fimmtudagsmorgun í næstu viku en þá held ég til Glasgow.
Búin að vera brjáluð vika, verið að klára markaðsplan Icelandair UK fyrir næsta ár sem verður kynnt á Íslandi í næstu viku. Kíkti samt á opnun á listasýningu á miðvikudagskvöldið sem var þræl gaman. Made in Asia var yfirskriftin og var þemað eftir því. Mjög modern málverk og skúlptúrar sem var mér mjög að skapi.
Icelandair kom svo að kynningu á Norðurljósunum á fimmtudagskvöldið en þar eignaðist ég 6 mýs sem eru nú komnar á heimilið. Þær eru sprelllifandi en af sérstakri gerð. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður en á jöklunum á Íslandi hendast steinar fram og til baka og safna á sig mosa og verða mosakúlur með litlum steini í miðjunni. Það eru sem sagt Jöklamýs...og er það nú eini gróðurinn/gæludýrin (eða hvernig sem fólk vill nefna þetta) á heimilinu. Svolítið magnað en alveg forljótt...svo það er spurning hvað þetta endist heima. Það átti að henda þessu eftir sýninguna en þar var Bretunum sýnt fyrirbærið.
Nú eru rétt 2 vikur í Tokyo...mikil stemning fyrir því.
Föstudagur, 2. nóvember 2007