Í dag ættu Íslendingar að skammast sín en ég hræðist það hvað verður bannað næst

Það eru nokkur atvik undanfarið þar sem stjórnvöld hafa farið gjörsamlega offari.  Klám ráðstefnan um daginn, Falun gong málið og núna Hells Angels.

Við erum auðvitað öll sammála um að það væri töluvert betra að félagasamtök eins og Hells Angels væru ekki á Íslandi. En það eru reyndar mörg félagasamtök sem eru mér ekki að skapi og finndist betra að lifa án.  Eins og t.d. svona einhverjir porno hópar og bókstafstrúarhópar sem geta oft verið með töluvert klikkaðar skoðanir um að breyta samfélaginu.

Þó mér, eða einhverjum öðrum, líki ekki við einhver félagasamtök...þá er ekki hægt að réttlæta það að banna þau.  Það er auðvitað ótækt að fólk sé dæmt , fái til dæmis ekki að koma inní landið, án þess að það hafi nokkuð brotið af sér.  Falun Gong og Klám ráðstefnan eru góð dæmi.

Viljum við að það sé geðþóttarákvörðun sjórnvalda hvort einhver fái að koma inní landið eða ekki?  Þó dæmdur maður sitji á alþingi, dæmum við ekki alla alþingismenn vegna þessa.

Þetta er auðvitað landinu og okkur öllum til skammar!  Við finnum að handaflstjórn Norður Koreu og Kúbu þar sem ákvarðanir eru teknar og fólk dæmt eftir því sem hentar stjórnvöldum hverju sinni.  Ísland er á leiðinni í sömu átt!  Hells Angels dæmið er fordæmisgefandi fyrir aðra hópa eða félagasamtök sem hugsanlega koma til með að reyna koma til landsins síðar. 

Viljum við ekki að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? Eða viljum við leyfa stjórnvöldum að dæma fólk ef þau halda að einhver eigi eftir að gera eitthvað að sér? Ég á vini sem hafa brotið af sér og þurft að sitja dóm, dæmir það mig?  í 1984 eftir Orwell var fólk dæmt fyrir thought crime...vitleysan í þessu er augljós.

Íslandi er stjórnað rosalega illa hvað þessi mál varða en þessi þróun er bókstaflega hættuleg...öll alræðisríki hafa byrjað svona hægt og rólega...fleiri og fleiri mál eru afgreidd af geðþóttarákvörðunum sem brjóta í bága við stjórnarskrá o.s.frv...hægt og rólega verða málin fleiri (og okkur finnst þetta í lagi þar sem máli eru ekki stórvægileg í sjálfum sér) þar til allt í einu við sitjum uppi með stjórnvöld sem þurfa ekki að lúta neinum grunnreglum og geta í raun gert það sem þau vilja.  Hvað banna þau næst?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér. Ég er meira en lítið til í að greiða leið starfandi þekktra glæpamanna inn í landið og hjálpa þeim að ná fótfestu hér. Við kanski getum sent þá á íslenzku námskeið með hinum sem hingað flytja...á kostnað ríkisins...þannig að þeir nái nú fljótt að aðlaga sig að samfélaginu.

jal (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Þetta er bara prinsipp.  Sama hvaða félagasamtökum þú ert í, ef þú ert ekki sekur um glæp ertu ekkert öðruvísi gagnvart lögunum en ég og þú. 

Auðvitað vill enginn Hells Angels með starfsemi á Íslandi en það er ekki pointið. , Þetta er nákvæmlega sama og gerðist með Falun Gong...og auðtivað álíka og með klámið um daginn.

Við bönnum þetta núna, hverja hentar ríkinu ekki að fá inn í landið næst?

Frelsinu fylgja kvaðir...lögreglan gæti til dæmis ritskoðað alla tölvupósta og hlerað öll símtöl og þannig náð mun meiri árangri í að handsama glæpamenn...en vijlum við það?

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 4.11.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þróunin byrjaði raunar miklu fyrr þegar Vestur-Evrópa hratt sér út í stórkostlega útvíkkun ríkisvaldsins í nafni "velferðar", sem - merkilegt nokk - féll fullkomlega saman við tvær heimsstyrjaldir ríkisstjórna heimsins.

Geir Ágústsson, 4.11.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

Mér finnst einmitt þetta bann vera mjög viðeigandi.

Allavega þegar viðkemur Hells angels. Hitt var kannski út í hött, en ég er bara mjög fegin að stjórnvöld sporni gegn glæpamönnum sem ættla að koma inn í landið, í nafni glæpa, merktir bak og fyrir og með allt sitt stolt af fyrri gerðum framan á sér á meðan.

Annað kannski ef þeir hefðu mætt í venjulegum fötum, einn í einu og ekki á leiðinni í e-ð avent á Íslandi tengdu líferni sínu. Vilji þeir heimsækja ömmu sína hér og vera til friðs þá er ekki hægt að banna þeim það, en mér finnst stjórnvöld hafa brugðist rétt við þessu máli eins og það laggði sig.

Supriya Sunneva Kolandavelu, 14.11.2007 kl. 09:34

5 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

Og þetta snérist ekki um að klófesta glæpamenn, heldur bara að sporna gegn því að þurfa að gera það seinna.

Supriya Sunneva Kolandavelu, 14.11.2007 kl. 09:35

6 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Supriya

Nokkur atriði.

 
  1. Þeim sem var vísað úr landi voru með hreina sakaskrá og ekki eftirlýstir fyrir neitt. Til þess að vera glæpamaður þarftu að hafa framið glæp.  Það voru þeir ekki frekar en ég og þú.
  2. Þeir koma ekki inní landið í nafni glæpa, þeir hafa aldrei gefið það út.  Samtökin Hells Angels eru ekki ólögleg neinstaðar.  Í DK eru t.d. höfuðstöðvarnar þeirra merktar bak og fyrir á áberandi stað. Ef ég myndi opna Hells Angels á Íslandi væri ekki hægt að dæma mig fyrir það, en samt dæmir ríkið þessa menn sem glæpamenn af því að hugsanlega, sennilega líklega í framtíðinni geri þeir eitthvað af sér.  En auðvitað gerði ríkið þetta aðeins vegna aðildar þeirra að samtökunum, þ.e.a.s. þeir eru meðlimir. Varla glæpur?
  3. Ertu að segja að fólk verði glæpamenn eða líklegri til að fremja glæp ef það ferðast í leðurfötum og í hóp?  Ég hef gert það sjálfur og amk í mínu tilfelli jókst brótavilji minn ekkert. Eða ég gerði ekkert af mér, frekar en fyrri daginn reyndar haha
  4. “Ef þeir væru að heimsækja ömmu sína og yrðu til friðs að þá væri þetta í lagi”  Voru þeir búnir að segjast ekki ætla vera til friðs?  Það var enginn af þeim búinn að brjóta eitthvað af sér né gefa í skyn að svo væri að fara gerast. Það bara hélt það einhver.
  5. Varðandi það síðasta, þá er það sennilega það rosalegasta í þessu öllu hjá þér.  Ég vil sjálfur ekki búa í landi þar sem ríkisvaldið getur læst mig inni, heft ferðafrelsið mitt eða annað ef ríkið heldur að það komi í veg fyrir að ég geri hugsanlega eitthvað seinna!!!  Ríkið hefur sem dæmi klúðrað skattskýrslunni minni tvö ár í röð, hvað heldurðu að ríkisvaldið myndi loka marga inni með þessum rökum fyrir (svo ég nefni aðeins) mistök eins og með skattaskýrsluna mína hefðu þeir vald til?  Fyrir utan það, hvernig veistu hvort einhver eigi eftir að gera eitthvað af sér? Flestir í Hells Angels eru ekki glæpamann þó einhverjir séu það?  Það eru dæmdir glæpamenn á alþingi sem hafa afplánað sinn dóm, varla eru allir alþingismenn glæpamenn í þínum augum vegna þessa? 

Ég er samt ekki að taka hanskann upp fyrir Hells Angels per se. Þú gætir tekið Hells Angels út allsstaðar hjá mér og sett Falung Gong í staðinn eða einhver önnur félagasamtök.

 

Saklaus uns sekt er sönnuð!  Hér braut enginn af sér og ríkið á ekki að hafa vald líkt og það er að beita hér.  Norður Korea og Kúba nota svona aðferðir, við eigum að vera yfir það hafinn.

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 14.11.2007 kl. 18:14

7 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

  1. Þeim sem var vísað úr landi voru með hreina sakaskrá og ekki eftirlýstir fyrir neitt. Til þess að vera glæpamaður þarftu að hafa framið glæp.  Það voru þeir ekki frekar en ég og þú. ´
    Rangt! 3 af 5 voru dæmdir glæpamenn, og svo sannarlega ekki með hreina sakaskrá.
  2. Þeir koma ekki inní landið í nafni glæpa, þeir hafa aldrei gefið það út.  Samtökin Hells Angels eru ekki ólögleg neinstaðar.  Í DK eru t.d. höfuðstöðvarnar þeirra merktar bak og fyrir á áberandi stað. Ef ég myndi opna Hells Angels á Íslandi væri ekki hægt að dæma mig fyrir það, en samt dæmir ríkið þessa menn sem glæpamenn af því að hugsanlega, sennilega líklega í framtíðinni geri þeir eitthvað af sér.  En auðvitað gerði ríkið þetta aðeins vegna aðildar þeirra að samtökunum, þ.e.a.s. þeir eru meðlimir. Varla glæpur?
    Þú segir að þeir hafi ekki gefið það út að þeir kæmu inn í landið í nafni glæpa, en þá vona ég Guðmundur minn að þér sé kunnugt um útá hvað samtök Hells angels ganga. Þetta eru í fyrsta lagi skipulögð glæpasamtök, þar sem forgangs atriði eru dópsala, mannsal, vændi og meðlimir verja yfirráð sín með því að misþyrma og drepa. Samskipta tækni þessara manna sín á milli hafa verið með byssum og þundurskeytum.
    Gummi minn þú myndir heldur aldrei fara í að "opna Hells angels á íslandi" eins og þú orðaðir það. Sagan er löng á bak við þessa menn, og vitað er fyrir víst að þeir hafa "íslandsumráð" hvað varðar dópframleiðslu og innflutning.
    Mér finnst ekkert viðeigandi að segja að ríkið geri þetta "bara af því að þeir eru meðlimir í þessum samtökum". Mér finnst sú ástæða einmitt bara mjög góð. Það er ekkert eins og hér sé um persónulega árás að ræða á samtökin, heldur hefur ríkisstjórin góða ástæðu fyrir því að hamla aðgang einmitt af þessum forsendum.
  3. Ertu að segja að fólk verði glæpamenn eða líklegri til að fremja glæp ef það ferðast í leðurfötum og í hóp?  Ég hef gert það sjálfur og amk í mínu tilfelli jókst brótavilji minn ekkert. Eða ég gerði ekkert af mér, frekar en fyrri daginn reyndar haha
    Nei nei alls ekki. Maðurinn minn á leðurjakka og er voðalega myndalegur í honum. Það sem ég er að segja er að mennirnir voru með merki á sér sem þeir nota til þess að hreykja sér á gerðum sínum. "Filthy few" er einmitt eitt af þessum merkjum sem þeir báru, og það þýðir að þeir hafi drepið mann og annan í þágu samtakana. Þessi merki báru þeir á leið sinni inn í landið. Þetta greinir þig og þá vonandi frá leðurfetishinu.
  4. “Ef þeir væru að heimsækja ömmu sína og yrðu til friðs að þá væri þetta í lagi” Voru þeir búnir að segjast ekki ætla vera til friðs? Það var enginn af þeim búinn að brjóta eitthvað af sér né gefa í skyn að svo væri að fara gerast. Það bara hélt það einhver.
    Hélt það bara einhver? Hvað með hugsanlegan grun lögreglu um að e-ð óskynsamlegt væri að fara að eiga sér stað á fundi Vítisengla og Fáfnismanna. Hvað veist þú um störf lögreglu og þær sannanir sem hún hefur fyrir höndum um yfirvofandi "friðarspilli"? Og er það allt í einu bara þannig að glæpamenn segja frá því að þeir ætli að aðhafast e-ð sem ekki er lögum og reglu samkvæmt? Það væri þá e-ð nýtt, en ef að glæpamenn myndu alltaf sýna þá kurteisi, þá værum við kannski betur búin undir átökin þegar þau kæmu.  
    Varúðarráðstafanir voru einmitt það sem ætti að teljast skynsamlegt í okkar litla landi.
    Lengi hefur verið inni í myndinni fyrir Fáfnismenn að vilja sameinast eða ganga til liðs við Vítisenglana. Viljum við það? Eða höfum við efni á slíku? Þessi heimsókn var sko ekkert á því leveli sem þínar heimsóknir til íslands eru, hvort sem þú ert í leðurjakka eða ekki.

    Varðandi það síðasta, þá er það sennilega það rosalegasta í þessu öllu hjá þér.  Ég vil sjálfur ekki búa í landi þar sem ríkisvaldið getur læst mig inni, heft ferðafrelsið mitt eða annað ef ríkið heldur að það komi í veg fyrir að ég geri hugsanlega eitthvað seinna!!!  Ríkið hefur sem dæmi klúðrað skattskýrslunni minni tvö ár í röð, hvað heldurðu að ríkisvaldið myndi loka marga inni með þessum rökum fyrir (svo ég nefni aðeins) mistök eins og með skattaskýrsluna mína hefðu þeir vald til?  Fyrir utan það, hvernig veistu hvort einhver eigi eftir að gera eitthvað af sér? Flestir í Hells Angels eru ekki glæpamann þó einhverjir séu það?  Það eru dæmdir glæpamenn á alþingi sem hafa afplánað sinn dóm, varla eru allir alþingismenn glæpamenn í þínum augum vegna þessa? 

    Ég samhryggist þér vegna skattaskýrslumála þinna.  Ég sé að þau hafa haft mikil áhrif á traust þitt til ríkisstjórnarinnar. Mér finnst þetta dæmi þitt samt alls ekki vera e-ð til að miða út frá. Ég veit ekki hvað þér finnst samt.

    Til að sum up, þá eru Vítisenglar ekki heftir ferðafrelsi almennt. Þeim er einfaldlega meinaður aðgangur að þeim löndum sem treysta sér ekki til þess að taka á móti þeim og þeir eru taldir ætla sér einhvers usla í. Þeim er meinaður aðgangur þegar fullvalda land gerir sér grein fyrir veikleika sínum og þeim veruleika að ef e-ð fari úrskeiðis, þá hafi það ekki efni á eða aðstöðu til að bregðast við. Langar þig að fá inn í landið glæpasamtök sem eru það voldug að þú ert eins og lítil hákarlabiti fyrir þeim, ef þeir aðeins ná að brjótast inn í búrið? Nei það er ég viss um að þig langar ekki. Sérstaklega ekki ef að búrið er ekki nógu sterkt fyrir. Veist þú fyrir víst að þeir munu ekki gera e-ð af sér eða koma af stað atburðarás sem þú ræður ekki við? Nei, því miður. Hvað ætlar þú að gera ef slíkt ber að garði?

    Og að lokum finnst mér dæmið þitt um glæpamenn innan Hells Angels, og afbrotamenn alþingis vera frekar súrt. í fyrsta lagi þá eru eins og ég er búin að nefna áður og þú ættir að vita sjálfur, Hells Angels samtökin skipulögð GLÆPASAMTÖK, og menn sem fremja glæpi eru hvað? Nú glæpamenn. Hafi þeir breytt um líferni síðan þeir afplánuðu dóma sína væri þeim kannski nær að breyta stefnu klúbbsins. Þá gætum við endurskoðað þetta. Alþingi gengur út á að viðhalda lög og reglu, og þeir sem hafa horfið af sporinu þar inni eru þó allavega á réttum stað núna hvað varðar löghlýðni.
    Nú það er víst ekkert í öðru lagi.

Mér finnst eins og þér fáranlegt þegar ríkisstjórn reynir að taka fram fyrir hendurnar á þjóðinni með því að banna klámi að koma í heimsókn, eða gömlu fólki sem að hreyfir sig skemmtilega( Falung Gong). Hin málin ógnuðu ekki öryggi neins, á meðan hinsvegar Vítisenglar hafa sögu og sakaskrá á sér sem gefur ástæðu fyrir því að hræðast og passa sig og sína.

 

Vilji Hells angels breyta sekt sinni í sakleysi ættu þeir að skipta um nafn og breyta stefnu.

Ég virði skoðanir þínar samt sem áður, en aðeins að útskýra minn málstað ef hann fór e-ð fram hjá þér.

 

Knús.

Supriya Sunneva Kolandavelu, 14.11.2007 kl. 19:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef menn samþykkja það að Ríkisvald eigi að vernda eitthvað sem kallast landamæri, er þá einhver leið að andmæla því sem kjörnir fulltrúar leyfa lögreglunni að gera t.d. vegna gruns eða fordóma? Eitthvað frekar en þið sættið ykkur við að fá ekki að koma í partý í heimahúsi því þið virðið eignarrétt húsráðanda og þar með hans vald til að meina ykkur inngöngu?

Ef þið samþykkið landvarnarhlutverk Ríkisvalds þá eru bæði rök ykkar með og á móti útilokun Hells Angels frá Íslandi bara skoðanaskipti um mismunandi smekk ykkar á ákvörðunum Ríkisvaldsins, sem þið getið kannski og kannski ekki hrósað eða refsað í kosningum eftir 4 ár.

Geir Ágústsson, 14.11.2007 kl. 20:36

9 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Vel mælt Geir.  Pointið mun einfaldara og skýrar sett fram en hjá mér.

Supriya, svo ég svari einhverju af þessu hjá þér:

 1. Þetta breytir reyndar engu, segir aðeins að tveir hafa aldrei brotið neitt af sér og eru hér því dæmdir án þess að hafa gert neitt af sér.  Við myndum væntanlega segja eitthvað við því að vera dæmd saklaus.  Hinir 3 eru eflaust búnir að sitja af sér sinn dóm og því ekki eftirlýsir og því aftur...dæmdir án þess að gera nokkuð af sér.  
  1. Það er ekki í stefnuskrá Hells Angels að vera glæpasamtök (það efa ég) flestir meðlimir hafa einnig ekki verið dæmdir.  Samtökin væru sennilega líka stimpluð sem hryðjuverkasamtök ef það væri markmiðið þeirra.  Þetta er hefur ekkert með argumentið að gera því í pointinu mínu eru Hells Angels samtök fólks á motorhjólum. Sumri þeirra hafa framið glæpi og þurft að sitja dóm aðrir hafa aldrei brotið af sér.  Báðir þessir hópar eru saklausir gagnvart lögunum og eiga að njóta sama frelsis og ég og þú.  Það er ekki hægt að dæma fólk fyrir eitthvað sem það kemur hugsanlega til með að gera í framtíðinni.  Ég myndi ekki treysta ríkinu til þess að ákveða hvaða einstaklingar það væru.  Aftur, þetta er fordæmisgefandi.  Það sem þessum hóp er gert verður auðvitað að eiga við aðra hópa líka sem er point no 1.
  2. Ég þekki ekki þessi merki.  Reyndar er merkilegt ef þetta er svona augljóst af hverju er þá ekki búið að dæma þá sem eru með morðmerkin á sér ef þeir eru að auglýsa það að hafa myrt einhvern.  Ef satt væntanlega ekki hægt að sanna. Ef svo, eru þeir auðvitað saklausir uns hægt er að sanna eitthvað á þá.  Þrátt fyrir merkin er þá Íslenska ríkið að dæma saklausa menn.   
  3. Aftur talar þú um að lögreglan héldi að þeir myndu gera eitthvað af sér.  Þar greinir okkur í kjarnanum aftur á.  Ef það eru til gögn sem sýna fram á skipulagningu glæps eða sannanir fyrir því að þeir hafi framið glæp væri hægt að dæma þá.  Hvorugt var til, aðeins einhver tilfinning hjá lögreglunni um að hugsanlega, sennilega, líklega myndu þeir gera eitthvað af sér.  Lögreglan er alveg jafn skeikul og ég og þú...og því vil ég amk að hún fái ekki að loka fólk inni og dæma á tilfinningu... ef ekki sannast á einhvern brot, er hann saklaus.
  4. Ekkert sem lögreglan eða íslenska ríkið gerir kemur í veg fyrir samstarfs Fáfnis og Hells Angels. Óheppilegt en óhjákvæmlega ekki hægt að stoppa nema við viljum koma upp einhverju lögregluríki þar sem lögreglan getur farið fram með ofbeldi og gert það sem í raun hún vill.  Ég myndi amk ekki vilja slíkt þar sem ég sjálfur gæti verið dæmdur og lokaður inni fyrir eitthvað sem lögrelan hefði tilfinningu fyrir að ég myndi hugsanlega gera einhverntímann. Þú talir líka um að þér væri sama þó þeir kæmu einn og einn til Íslands, skil ekki hvernig þessar aðgerðir gera því annað en að brjóta gróflega gegn frelsinu.
  5. Hells Angels eru lögleg félagasamtök með starfsemi í nokkrum löndum.  Ég er ekki að vera talsmaður þeirra, heimurinn væri betri án þeirra svo sannarlega, en það sem gildir um þau gilda um öll önnur félagasamtök eða hópa sem koma saman um sameiginleg áhugamál, motorhjól, frímerki eða fimleika.  Lang flestir meðlimir Hells Angels hafa aldrei brotið af sér, aðrir hafa afplánað dóm.  Þeir eiga að njóta nákvæmlega sömu réttinda og ég og þú.  Þeir hins vegar sem hafa brotið af sér á að elta og dæma harðlega.

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 15.11.2007 kl. 09:28

10 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

Ég held satt að segja að þú hafir ekki kynnt þér málið nægilega mikið til þess að koma með rök fyrir þessu. Mér heyrist allavega á þér að þú vitir ekkert um hvaða menn þú ert að tala.

 Aðalega heyrist mér á þér að þú sért ósáttur við að ríkisstjórin banni fólki að koma inn í landið, og sé sá pirringur búin að vaxa hjá þér eftir því sem málin verða fleiri. Þér finnst ekki sanngjarnt að gefa fólki ekki jafna meðferð og það sé það sem að fer fyrir brjóstið á þér, en ekki endilega ástæður sem að menn höfðu til að meina þeim aðgang.

Mér finnst líka skrítið að þegar lögreglan og ríkisstjórn meina hættulegum mönnum aðgang, með það eitt að vernda land sitt og þjóð fyrir ofbeldi og öðru sem þeir þekkjast fyrir,  þá hefur þú mestar áhyggjur af komandi ofbeldi frá þeirra hendi. Mér finnst þetta ekki vera í samræmi hjá þér. Mér finnst eins og þú sért fullur af vantrausti í garð þeirra sem fara með lög og reglu á íslandi, en við ættum kannski bara að leyfa fólki að gera vinnuna sína(við erum allavegana ekki að fara að leysa þau af í henni), og treysta þeim til að gera hana vel. Þrátt fyrir að þeir hafi einhverntíma klúðrað skattaskýrslunni hjá þér, vonum bara að þeir taki þetta mál alvarlegar.

 Eins og ég sagði áðan, þá er ég sammála því að geðþóttaákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru ekki sanngjarnar að öllu leiti, en mér finnst samt sem áður þú hafir hér tekið vitlaust mál fyrir, þar sem að af þessum 3 mismunandi hópum sem var meinaður aðgangur upp á síðkastið, þá eru Hells Angels þeir einu sem áttu það skilið. Hefðir þú tekið klámið fyrir t.d. væri ég ekkert nema JÁ!  í þinn málstað, en þessu verð ég að vera ósammála.

 Rétt hjá þér, það er ekkert sem að ríkið getur gert til að koma í veg fyrir samstarf Fáfnismanna og Hells angels, en það er eitt víst að ekki verðir horft á þegjandi. Rétt eins og þú ert að mótmæla aðgerðum ríkissins með þessu skemmtilega bloggi, þá er ríkið í sama mund að mótmæla aðgerðum Hells Angels.
Getum allavega klappað fyrir því. Ég segi hér umræðunni lausri og er farin að gera e-ð annað. :)

Knús á þig.

Supriya Sunneva Kolandavelu, 15.11.2007 kl. 10:28

11 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

Setningin var e-ð ruglingsleg hjá mér, bara koma í veg fyrir að hún misskiljist:

Mér finnst líka skrítið að þegar lögreglan og ríkisstjórn meina hættulegum mönnum aðgang, með það eitt að vernda land sitt og þjóð fyrir ofbeldi og öðru sem þeir þekkjast fyrir,  þá hefur þú mestar áhyggjur af komandi ofbeldi frá þeirra hendi(lögreglunar þar er að segja).

Þú ert smá að búast við því frá lögreglunni, að hún muni breyta rangt, rétt eins og þér finnst lögreglan vera að gera í garð Hells Angels. Munur er þó sá að Hells Angels hefur nú gefið ástæðu fyrir því að gera varúðarráðstafanir en Lögreglan ekki gefið ástæðu fyrir okkur að trúa að hún sé á leiðinni í valdaníðslu í okkar garð.

Supriya Sunneva Kolandavelu, 15.11.2007 kl. 10:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband