Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

BBC að reka 2500 manns sýnir af hverju NFS var snilld.

28018_nfs%20sjonvarpMark Thompson, sem fer fyrir BBC hér í Bretlandi, sagði í viðtali við eitt fríblaðanna að það kristallaðist í fjölda fjölmiðlamanna asem væri á eftir honum hvað væri að BBC. 

Það hefur verið tilkynnt að 2500 manns verði sagt upp í miklum aðgerðum til að rétta rekstur BBC af.  Þegar fjölmiðlar byrjuðu að elta hann eftir svörum hafði einn samband frá Sky og 1 til 2 frá öðrum risa fjölmiðlum í Bretlandi.  Það höfðum hins vegar 38 fréttamenn samband frá BBC!!

Hvernig í dauðanum getur það meikað sense rekstrarlega?

þegar gömul kona datt niður stiga í Árbænum var DV, Fréttablaðið, Stöð 2 og allir hinir miðlarnir sem voru með fréttir hjá 365 allir að senda fréttamann frá sér að skrifa um óhappið...þegar einn hefði að sjálfsögðu verið nóg...og aðrir miðlar hefðu klárlega getað aðlagað fréttina að sýnum stíl.  Snilld NFS lá í þessu.  Að verða Routers innan fjölmiðlarisans þar sem central fréttaveita safnar fréttum og dreifir út í alla hlutana.

Fréttastofur eru dýrar í rekstri svo þetta form var að sjálfsögðu grunnur að rekstri NFS.  Sjónvarpsstöðin sjálf hefði í raun (amk eins og ég sé þetta) ekki endilega þurft að standa undir sér ef þessi fréttadreifing og miðlæg söfnun hefði gengið eftir.  Fréttir hefðu orðið betri og dýpri hjá öllum miðlum 365 og hver frétt hefði orðið ódýrari.  Allir vinna.

...en það auðvitað gekk ekki eftir sem ég held að sé millistjórnendum Gunnars Smára að kenna sem keyrðu þetta verkefni ekki af heilum hug áfram.  Gunnar Smári var alveg á réttri leið þarna að mínu viti...og eflaust ekki langt í að einhver opni svona fréttaveitu sem aðrir miðlar geta keypt fréttir af áður en langt um líður.


Hundaveðreiðar í gær...algjör brilli.

walthamstow_race_500

 Ég fór á veðreiðar í gær...hundaveðreiðar (kallar maður það veðreiðar?)

Ferlega gaman, 13 keppnir og ákvað ég að nota tölfræðina, 1 á móti 6 að vinna í hverri keppni, valdi hund # 2 í hverri keppni...og lagði vel undir.  Þá small Murphys Law fast í andlitið á mér. 

"If there's more than one possible outcome of a job or task, and one of those outcomes will result in disaster or an undesirable

walthamstow_stowaway_500

consequence, then somebody will do it that way." 

 Annað quote í hann sem á betur við hér er "what can go wrong, will go wrong" en uppáhalds quote-ið mitt er "Mother nature is a bitch!"

Til að gera langa sögu stutta tapaði ég sem sagt 13 sinnum í röð, með því að velja alltaf á sama númer...en í hverri keppni voru aðeins 6 hundar...hvernig er þetta hægt!!!  

 

Bara hlýt að verða einhvern tímann heppinn í ástum!!!

 

 


Við björgum færri mannslífum með því að hafa svona miklar áhyggjur af Global Warmning


Daft Punk tónleikarnir í London

Fann þessi video á Youtube...en þau eru tekin í Hyde Park á tónleikunum sem ég fór á með þeim.  Af öllum tónleikunum sem ég hef ferið á þetta sumarið...standa þessir uppúr!

 

 


Sigurrós að skíta á sig í viðtali...shit!

Það hefur verið þessi fína Jamaíka lykt af þeim, það er það eina sem getur skýrt þetta.

http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/when_good_interviews_go_bad.html

 


Ný herferð Icelandair í London

Fyrir stuttu fór af stað ný auglýsingaherferð fyrir Icelandair í London.  Reynar eru nokkrar mismunandi auglýsingar í herferðinni en þessi hér að neðan er sú skemmtilegasta að mínu viti.

 

herderd ice
Fór svo með Donnu að borða þarna á Sægreifanum í dag...besta humarsúpa í heimi...ekki spurning! ótrúlega sjarmerandi staður og félagsskapurinn góður.

Ég hætti sem Markaðsstjóri Sirkus í byrjun September '06

...it all went down hill eftir það! :-)

Leiðinlegt hvað skemmtilegt concept var drepið, drepið í raun um leið og það fór að kicka inn.

uppsafnad_vikan


Nokkur lög sem ég fíla...


Götulífið...


Ég gleymdi demantinum sem ég uppgötvaði á föst!

Gaucho, argentínskur steikarstaður...og ég ég bragðaði besta nauta-fillet sem ég hef smakkað á ævinni!

Það verða allir að prófa þennan á flakki til London!

The Cuckoo club er við hliðiná honum ef maður vill fara í drykk á eftir.  Mjög svalur klúbbur

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband