Miðvikudagur, 21. maí 2008
Lífið...
Frábær helgi á Íslandi að baki.
Fór með frúnni í Leikhús að sjá Alveg brilljant skilnaður á laugardagskvöldið og svo á uppáhalds veitingastaðinn minn í Reykjavík, Sjávarkjallarann. Hann bara klikkar ekki. Þaðan var haldið í miðbæjar-teiti, kíkt á EGO...og endað á Apótekinu í smá tíma fyrir heimför. Frábært kvöld.
Ég flyt heim 5 Júní, svo þeir eru nú ekki margir dagarnir eftir í London en hugurinn er alveg farinn heim.
Stína frænka ásamt Guðbjörgu eru í heimsókn hjá mér en fara í kvöld, þá kemur bróðir minn og Kristjana og verða fram á laugardag...en sjálfur fer ég til Íslands á föstudagskvöld og kem til baka í næstu. Nóg að gera og mikill gestagangur á lokasprettinum.
Skrítið að hugsa til þess að það séu bara 11 vinnudagar eftir!
Athugasemdir
Njóttu síðustu dagana í London - hlakka til að fá þig heim
Donnan þín (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 14:23
Fékk enga heimsókn Fer í frí 6 þannig að við hittumst ekki í kaffi fyrr en í byrjun júlí. Velkominn í Kópavoginn, þar er gott að búa. Þú ert hefur formlega verið tekinn inn í markaðsnefndina
Sigurður Þorsteinsson, 27.5.2008 kl. 07:07