Laugardagur, 3. nóvember 2007
Ísland Ísland Ísland
Var að lenda heima hjá mömmu og pabba en ég verð á Íslandi þar til á fimmtudagsmorgun í næstu viku en þá held ég til Glasgow.
Búin að vera brjáluð vika, verið að klára markaðsplan Icelandair UK fyrir næsta ár sem verður kynnt á Íslandi í næstu viku. Kíkti samt á opnun á listasýningu á miðvikudagskvöldið sem var þræl gaman. Made in Asia var yfirskriftin og var þemað eftir því. Mjög modern málverk og skúlptúrar sem var mér mjög að skapi.
Icelandair kom svo að kynningu á Norðurljósunum á fimmtudagskvöldið en þar eignaðist ég 6 mýs sem eru nú komnar á heimilið. Þær eru sprelllifandi en af sérstakri gerð. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður en á jöklunum á Íslandi hendast steinar fram og til baka og safna á sig mosa og verða mosakúlur með litlum steini í miðjunni. Það eru sem sagt Jöklamýs...og er það nú eini gróðurinn/gæludýrin (eða hvernig sem fólk vill nefna þetta) á heimilinu. Svolítið magnað en alveg forljótt...svo það er spurning hvað þetta endist heima. Það átti að henda þessu eftir sýninguna en þar var Bretunum sýnt fyrirbærið.
Nú eru rétt 2 vikur í Tokyo...mikil stemning fyrir því.