Miðvikudagur, 17. október 2007
Hundaveðreiðar í gær...algjör brilli.
Ég fór á veðreiðar í gær...hundaveðreiðar (kallar maður það veðreiðar?)
Ferlega gaman, 13 keppnir og ákvað ég að nota tölfræðina, 1 á móti 6 að vinna í hverri keppni, valdi hund # 2 í hverri keppni...og lagði vel undir. Þá small Murphys Law fast í andlitið á mér.
"If there's more than one possible outcome of a job or task, and one of those outcomes will result in disaster or an undesirable
consequence, then somebody will do it that way."
Annað quote í hann sem á betur við hér er "what can go wrong, will go wrong" en uppáhalds quote-ið mitt er "Mother nature is a bitch!"
Til að gera langa sögu stutta tapaði ég sem sagt 13 sinnum í röð, með því að velja alltaf á sama númer...en í hverri keppni voru aðeins 6 hundar...hvernig er þetta hægt!!!
Bara hlýt að verða einhvern tímann heppinn í ástum!!!