Golf, matur, Ísland framundan og slatti af tónleikum

Þetta er nú búin að vera meiri vikan.  Ég fór til North Lincolnshire (norður E) á mánudagskvöldið og var fram á miðvikudagsmorgun til að taka þátt í Golfmóti sem Icelandair sponsaði þar á þriðjudaginn.  Það voru teknar 18 holur í brilljant veðri, 25 stiga hita, heiður himinn og sólinn skartaði sínu fegursta. Kvöldið endað á stórri kvöldmáltíð með Stebba og Eyva að spila. Brilljant dagur alveg og ferð. 

 

Í gærkvöldi var mér svo boðið út að borða á nýjum “íslenskum” stað í London sem heitir Texture. Óskar, sem kenndur er við Argentínu, fer fyrir honum og Agnar er það yfirkokkur.  Staðurinn er vægast sagt vel lukkaður, töff að innan og maturinn frábær.  Fórum í svona óhefðbundinn taste-menu þar sem kokkurinn mallaði sample af hinu og þessu fyrir okkur og var setið við til að verða miðnættis.  Staðurinn fær mín bestu meðmæli og hvet ég alla sem eiga leið til London og vilja sækja high class veitingastað með öðruvísi matargerð...mikið af fiski....að kíkja á hann.

 

Ég man sjaldan eftir því að hafa verið jafn uppgefinn eftir vinnuviku.  Thank god its Friday! 

 

Annars er gleði framundan.  Fer til Íslands á námskeið á þriðjudagskvöldið í 2 nætur.  Kem svo aftur til Íslands á föstudagskvöldið og verð sennilega fram á föstudaginn þar á eftir.  Vinnan er að draga mig heim í þetta skiptið sem er hálf súrt þar sem ég fæ íbúðina mína þarna á mánudeginum en það er nú smá tilhlökkun að flytja inn og koma sér fyrir.

 

Svo er Garðar Cortes með tónleika í London 26. sept, Mamma og pabbi að koma þá og verða hjá mér í nokkra daga.  Jói Jó og Unnur að koma fimmtudaginn þar á undan svo það er nóg að gerast.

Fullt af tónlist í Oktober...A.Bocelli og Airwaves en ég ætla fara í fyrsta skiptið á Airwaves og hlakka mikið til.

 

Viðar og ég erum svo búnir að plana Tokyo í 5 daga í byrjun Nóvember....og vonandi Afríku fljótlega á nýju ári...eða í desember.  Það breytist nú hratt (á opna miða) en við erum svona heitastir fyrir Congo eins og staðan er í dag.  Það finnst mér gríðarlega áhugavert land, stríðshrjáð, fátækt mikil og framandi menning.  Japan er svo sennilega framúrstefnulegasta land í heimi og Tokyo toppurinn.  Klósettin tala við þig, hurðir á leigubílum opnast sjálfkrafa...og ég gæti lengi haldið áfram...maður bara verður :)

 

Nenni ekki meir í bili enda dauð þreyttur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*hóst hóst* - Guðmundur, það gleymdist víst að bjóða mér í þetta allt saman sem þú varst að telja upp...

Vigdís (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

Jáhh.. svona á maður að njóta lífsins!! :) Lýst ótrúlega vel á þessi útlandaplön þín, þú veist hvað mér finnst um allt svona..!:) Knús handa þér:)

Supriya Sunneva Kolandavelu, 9.9.2007 kl. 10:53

3 identicon

Það fer engum sögum af því hvernig spilamennskan gekk á þessum 18 holum?

jal (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 03:56

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Þar sem ég hef nú töluverða reynslu af japönskum klósettum þá verð ég nú að hryggja þig með því að þau tala fæst...EN þau spila sum lög og önnur spila upptökur af því þegar strurtað er niður...mjög spes. Og já, Tókýó er brilliant borg...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.9.2007 kl. 13:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband