Prince í gærkvöldi, tónleikar og eftirpartý með honum!

princeLélegur bloggari?  Já frekar en það er líka búið að vera mikill hasar undanfarið.

 

Var í 7 daga á Tenerife með góðum ferðafélaga.  Frábær ferð í alla staði.  Ekkert skoðað, eiginlega ekkert verslað...allur tíminn fór í að liggja annaðhvort á ströndinni eða við sundlaugarbakkann.  Drukkinn bjór, farið snemma að sofa og sofið út.  Ferðafélaginn er hins vegar horfinn á braut jafn snöggt og hann kom sem er frekar erfitt.

 

Ég er annars búinn að fara á tvenna tónleika undanfarið.  Scissor Sisters fyrir rúmlega viku, var í VIP boxi með bar, leður sofa og örfáum sætum með besta útsýnið í höllinni.  Brilljant að fara svona á tónleika.  Bandið er ekkert spes en þetta var engu að síður upplifun og þræl gaman.

 

Fór reyndar á útgáfutónleika með Garðari Cortes líka nýlega, það var þrælgaman líka...en hinir eiginlegu tónleikar númer 2 voru í gærkvöldi.

 

Prince í O2 Arena.  Vá, þvílíkur concert.  Ekki frá því að hann hafi toppað U2 tónleikana sem ég fór á.  Það var hins vegar eftirpartýið sem toppaði allt.  300 manns í pínulitlum klúbbi...Prince að spila og í raun bara djamma með bandinu sínu og maður var nærri sviðinu heldur en maður er á tónleika á NASA eða Players!  Gaurinn er rosalegur, var greinilega í gítarstuði og tók hvert sóloið á fætur öðru, stjórnaði hljómsveitinni eins og herforingi og gerði alla gjörsamlega bilaða þarna inni.

 

Beverly Knight hitaði upp fyrir hann í eftirpartýinu en hún kom mikið á óvart og er kominn í mikið uppáhald eftir þetta.  Þvílíkur talent.  Það er reyndar búið að bjóða mér aftur á Prince næsta laugardag en kappinn er með 21 tónleika í röð í London, æfði 150 lög fyrir tónleikana og engir tveir eiga að vera eins...hlakkar mikið til!

 

Af öðru þá er BBC að taka upp bíómynd um Oliver Twist á Fitzroy Sq. Þar sem skrifstofur Icelandair eru í London.  Torgið er friðað og hefur lítið breyst í sennilega 200 ár eða meir.  Það er því alltaf verið að kvikmynda eitthvað þar sem er gaman að fylgjast með.

 

Að lokum fór ég einnig á fótboltaleik með Westham nýlega, en þetta var fyrsti fótboltaleikurinn sem ég fer á.  Við erum að fara vinna aðeins með þeim og fórum á West ham vs Manchester City á laugardaginn síðasta sem var þrælgaman.  West ham tapaði 2-0 reyndar, en leikurinn þræl góður, vorum í þriggja rétta máltíð á leikvanginum á undan og í kóngasætum.  Ferlega gaman.  Vegna samstarfsins við West ham verður maður eflaust fastagestur á leikjum þarna á næstunni.  Veit ekkert um fótbolta...en auðvitað er West ham liðið mitt núna!

Annars er það Ísland á miðvikudagskvöldið í næstu, er að fá gesti um helgina og sumarið komið í London.  Heiður himinn og sólin skín.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband