Súr tíska í Afríku

þegar ég starfaði við sjálfboðastörf í Höfðaborg var mér sagt nokkrum sinnum að það væri í tísku hjá ungum strákum að rífa úr sér tvær efri framtennurnar.  Það væri ,,alveg málið"!  Vitlausi joeÍslendingurinn var auðvitað með það á hreinu að hér væri verið að bulla í sér, enda frekar súrt.

Svo hitti ég fyrsta strákinn sem var búinn að þessu.  Á myndinni er Joe, en hann reif þær úr sér fyrir nokkrum árum og sagðist aldrei hafa notið eins mikillar kvenhylli og eftir að hann reif þær úr sér. 

Eftir að hafa hitt nokkra stráka sem höfðu gert þetta og höfðu sömu sögu að segja fór það að renna upp fyrir mér að þetta væri nú örugglega bara satt.  Það var samt ekki fyrr en ég hafði talað við 3 stelpur sem sögðu þetta óendanlega kynæsandi að mér féllust hendur!

Svona eru menningarheimarnir misjafnir!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég held nú að ég myndi alveg halda vatni yfir svona "tísku"...vil hafa mína vel tennta..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.6.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Og skyldu þeir vera ágætlega talandi þessir kvennabósar? 

Aðalheiður Ámundadóttir, 16.6.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er ótrúlegt og minnir á umskurð kvenna, hálshringana og önnur skringilegheit frá Afríku.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.6.2007 kl. 08:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Kyntröll dagsins er fundið!

Hér!

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 19:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband