Laugardagur, 9. júní 2007
Hrakfallasaga úr flugi
Flug sögur eru alltaf skemmtilegar. Eitt sinn var stór og roskinn maður að fljúga á business class. Hann þurfti að fara á salernið og stendur því upp, röltir fremst í vélina og opnar hurðina án þess að horfa fram fyrir sig, heldur horfir aftur í vélina á fullan business classa. Það stakk hann aðeins hvað margir voru að horfa á hann þegar hann tók í hurðarhúninn og tók fyrsta skrefið inn. Þegar önnur löppin var komin inná salernið heyrðist óp en inni sat ung kona að gera þarfir sínar sem hafði greinilega ekki læst hurðinni nógu vel.
Manninum brá svo þegar hann sá hvernig var að hann stökk aftur en hafði tekið skrefið á milli lappa stúlkunnar þegar hann fór inn og var því kræktur í buxurnar hennar. Þegar hann bakkaði fram tosaði hann hana því af skálinni og fram á gang! Greyið konan datt því af skálinni á gólfið og lá hálf nakinn með lappirnar út í loftið fremst í stórri 767 vél með augu allra á business class á sér.
Þessi er sönn! Ekki bara af því hún er góð J