Bjartsýni



ég held að umferðarljósin
séu skotin í mér
af því þau eru alltaf að blikka mig.
ég held að bráðum stytti upp
af því nú er farið að rigna.
ég held að síldin komi bráðum aftur
af því búið er að gera samninga um sölu á henni.
ég held að gjaldheimtan láti mig í friði
af því ég elska friðin.

ég held að bráðum verði allt í lagi
af því nú er allt í ólagi.
ég held að bráðum hefjist lífið
af því nú er allt svo dauðlegt.

Ólafur Haukur Símonarson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband