Laugardagur, 26. maí 2007
Ég fyrirlít rasisma!
Íslendingar eru fáranlega miklir rasistar. Flestum finnst Íslendingar af einhverju leyti standa öðrum þjóðernum framar, sérstaklega löndum sem hafa verið frekar föst í fátækt og gengið illa (þróunarlöndin sem dæmi).
Það er mjög merkilegt af mörgum ástæðum.
Svo ég reifi nú aðeins nokkrar, þá kom fyrsti landnámsmaðurinn til Íslands 874, Íslendingar eru því allir innflytjendur sjálfir en einangruðust vegna legu landsins.
Það tók Ísland þúsund ár að verða 100.000. Það var árið 1924/1925 sem við urðum 100.000, en það var á sama tíma að í fyrsta skiptið það voru fleiri steinhús á Íslandi en torfbæir! Það er engin tilviljun að við urðum ekki fleiri fyrr en svona seint, óþrifnaður og fleira sem má tengja við fátækt og ólifnað má telja til sem ástæðu.
Við bókstaflega komum úr moldarkofunum rétt fyrir miðja tuttugustu öldina! Mjög fátítt var að fólk menntaði sig og samgöngur voru gríðarlega erfiðar en þjóðarframleiðsla landsins var rétt fyrir upphaf tuttugustu aldarinnar svipuð og í Congo í dag. Ungbarnadauði var mun hærri en í Congo og krakkar um 13 ára aldur urðu full færir vinnumenn en flestir byrjuðu að vinna mun fyrr.
Krakkar byrjuðu að vinna ungir ekki því foreldrar voru vondir, heldur af því aukatekjurnar voru nauðsynlegar til að eiga ofan í sig og á. Af hverju gagnrýnum við önnur lönd fyrir það sama?
Sér enginn vitfirringuna að við, af öllum þjóðum, sem erum svona nýupplýst og nýkomin inní siðmenninguna (bókstaflega) séu með svona attitude gagnvart útlendingum?
Ísland er Raufarhöfn alheimsins (eins og Ingjaldur Hannibalsson prófessor sagði eitt sinn við mig) og við eigum að taka öllum þjóðernum opnum örmum því af þeim getum við mikið lært!
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála Guðmundi. Íslendingar eru og verða rasistar sem er ótrúlega áhugavert þegar maður hugsar einmitt um það hversu stórt Íslendingar líta á sig og hversu framarlega þeir halda að þeir séu í öllu. Þegar menn voru farnir að búa til úr í Sviss þá voru menn ennþá að éta hvorn annan á Íslandi húkandi í moldarkofum.
jal (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:53