Ungt fólk #2

YouthZone_chars_01Það hafa aldrei verið fleiri leiðir fyrir ungt fólk til að vera í sambandi við hvert annað.  Unga fólkið er bókstaflega alltaf í sambandi við vini sína.  Rannsóknir MTV hafa sýnt að því líður eins og það hafi verið yfirgefið (e. Withdrawal syndrome) ef það fær ekki textaskilaboð á að minnsta kosti tveggja klukkustunda fresti.  Þetta er áhugavert því fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á að ungu fólki í dag hefur aldrei fundist það eins úr tengslum við samfélagið og nú.  IPodar og farsímar hafa sem dæmi ýtt undir að það einangri sig (MTV, 2006:2).  Þrátt fyrir að vera múraðri en allar fyrri kynslóðir hafa rannsóknir MTV sýnt fram á að þeim hafi aldrei liðið verr. Í Bretlandi hefur einn af hverjum tíu sem tilheyra kynslóðinni einhvern tímann hugleitt að svipta sig lífi.  Hægt er að leiða líkur að því að þrýstingi samfélagsins sé um að kenna.  Þar sem allir eru svo vel stæðir verða allir að eiga alla flottustu munina.  Þættir eins og American Idol hafa enn fremur ýtt undir þá trú unga fólksins að allt sé hægt og auðvelt að gera allt (MTV, 2006:1).  


Unga fólkið í dag menntar sig sem aldrei fyrr og aldrei hefur nokkur kynslóð ferðast jafn oft og víða um heiminn.  Nú er það bekkjarfélaginn sem er með hæstu einkunnirnar sem er mesti töffarinn, ekki aðalvillingurinn líkt og fyrir rúmum áratug.  Rannsóknir Nike og Pepsi hafa einnig sýnt fram á það að það ber ekki virðingu fyrir fullkomnun.  Fullkomnun er ekki til í þess augum og lítur það því frekar upp til fólks sem hefur auðsýnilega einhverja galla.  Fyrirmyndir þeirra eru ekki opinberar persónur eða stjórnmálamenn heldur fræga fólkið sem fjölmiðlar hafa búið til og halda áberandi.  Stjörnur sem hafa mikið þurft að hafa fyrir því að ná þeim árangri sem þær hafa náð eru þær sem mest er litið upp til.  Það skiptir unga fólkið einnig miklu máli að stjörnurnar gefi af sér og láti sig málefni heimsins varða.  Oprah og Angelina Joile eru góð dæmi um þetta þar sem þær hafa beitt sér fyrir málefnum þriðja heimsins og njóta ómældrar virðingar hjá kynslóðinni fyrir vikið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband