Föstudagsblogg

Ég er á Algarve í Portugal þegar þetta er skrifað.  Veðrið frábært en ástæðan fyrir veru minni hér er vinna svo dagskráin er frekar þétt, fer til Íslands á sunnudaginn og svo London aftur á miðvikudaginn.

 

Hingað hef ég komið einu sinni áður fyrir mörgum árum.  Þá með leiguflugvél með úrvali útsýn ef ég man rétt.  Þá lenti ég, á leiðinni heim, í versta flugi sem ég hef nokkurn tímann lent í.  Sat í öftustu röð í vélinni (spænsk flugfélag) og því ekki hægt að halla sætunum aftur.  Í kringum mig voru allt krakkar sem voru til skiptis grátandi, öskrandi eða annað þvíumlíkt sem myndaði gríðarlega mikinn hávaða.  Þetta tvennt hefði verið alveg nóg í góða kvörtun, það sem bætti hins vegar gráu ofan á svart er að 2 amk af krökkunum voru veikir í maganum og ráku við alla leiðina svo það var bókstaflega ÓLÍFT í vélinni!

 

Hræðilegasta flugreynsla sem ég hef lent í!

 

Á mánudaginn síðasta kláraði ég Markaðsfræði II, Service Leadership áfanga í MBA náminu.  Mjög áhugaverður og hagnýtur...mæli með bókinni eftir Svöfu Service Leadership sem er kennd í honum.  Fanta góð!

 

Nú er bara einn áfangi í MBA gráðuna, Fjármál Fyrirtækja.  Er að sækja tíma á Íslandi á mánudagskvöldum næstu vikur...en lokaprófið í honum er í byrjun Júní en þá byrjar maður að taka sumarfrí.

 

Það sem er komið:

 
  • Dagsferð til Grænlands
  • Hestaferð með Íshestum
  • Business class til Suður Afríku (sennilega áfram þaðan Norður yfir landamærin)
  • Business class til Tælands (sennilega áfram þar til amk Kambótíu)
 

Skemmtilegt sumar framundan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Impressive sumarplan - svo ekki sé meira sagt

edg (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:56

2 identicon

Þetta sumar verður tekið með stæl ;)

Ég er háður ferðalögum, myndlíkingin væri þegar þú lætur GSMinn í hleðslu...og hleð sjálfan mig á þeim :D

kv frá Faro

Gummi

Gudmundur (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 09:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband