ÍMARK með fund um Inspired by Iceland á þriðjudag - og 2 útlendinga í Október!

Á morgun verður Ímark með hörku skólastofu um Inspired by iceland herferðina.  Þar verður fjallað um hugmyndafræðina og árangurinn af þessari merkilegu herferð.
 
Það hefur mikið verið talað um hana í fjölmiðlum en það vantar yfirleitt slatta inn í myndina, því tel ég að fæstir geri sér grein fyrir því hversu viðamikil og margþætt hún var í raun.  Dóra hjá Höfuðborgarstofu, Inga Íslandsstofu og Árni Gunnars formaður SAF verða með erindi. 
 
Skólastofan er í Endurmenntun HÍ, kl 9.00 - 10.30. Nánari upplýsingar eru inni á www.imark.is
 
Framundan eru svo hörku viðburðir hjá ÍMARK.  Matt Bamford-Bowes er einn færasti social media snillingur Bretlands og starfar fyrir Brooklyn Brothers. Hann mun fjalla um tækifærin í samfélagsmiðlunum út frá strategískum pælingum.  Matt mætir 7 október. 
 
Alistair MacCallum, Managing Director yfir birtingarhúsinu M2M (sem er í eigum OMD) í Bretlandi, fjallar um birtingarmál út frá trendum og hugmyndafræðinni sem M2M/OMD vinnur eftir.  Alistair verður hjá Ímark 29. október.   
 
Síðast en ekki síst verður svo heimsókn í Bjórskólann hjá Ölgerðinni í október...fullt af skemmtilegum "eventum" framundan. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband