Mánudagur, 11. október 2010
22 Lögmál markaðarins - ein af betri markaðsfræðibókunum eftir Al Ries og Jack Trout
Lögmálin 22 eru:
- Nr 1--Lögmálið um forystuna: Betra að vera fyrstur en bestur
- Nr 2--Lögmálið um sviðið: Ef þú ert ekki fyrstur á einhverju sviði, búðu þá til nýtt svið þar sem þú ert fyrstur.
- Nr 3--Lögmálið um hugann: Betra að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann en að vera fyrstur á markaðstorginu
- Nr 4--Lögmálið um skynjun: Markaðssetning er ekki barátta um varning heldur skynjun
- Nr 5--Lögmálið um athygli: Öflugasta hugtakið í markaðssetningu er að eiga orð sem kemur upp í huga hins hugsanlega kaupanda
- Nr 6--Lögmálið um sérstöðu: Tvö fyrirtæki geta ekki átt sama orðið sem kemur upp í huga hugsanlegs kaupanda
- Nr 7--Lögmálið um röðun: Mismunandi markaðsstefna eftir því hvar þú ert í röðinni í huga neytandans
- Nr 8--Lögmálið um tvískiptingu: Þegar fram í sækir verður baráttan ávallt á milli tveggja fyrirtækja
- Nr 9--Lögmálið um hið gagnstæða: Til þess að ná sterkri stöðu gegn leiðtoga á að bjóða kost sem er andstæðan við aðal kost hans
- Nr 10-- Lögmálið um skiptingu: Með tímanum munu öll svið skiptast upp í undirsvið, t.d. tölvur, tónlist, bílar, gosdrykkir
- Nr 11og 12--Lögmálið um yfirsýn og útþenslu: Áhrifa markaðssetningar gætir yfir langt tímabil og oft fer ekki saman skammtíma- og langtíma sjónarmið, t.d. afslættir ýmis konar.
- Nr. 13-Lögmálið um fórnina: Það er hægt að fórna þrennu: vörulínu, markhóp og breytingumMörg dæmi sanna að fyrirtæki sem reyna að vera allt fyrir alla fari illa
- Nr 14--Lögmálið um eiginleika: Sá eiginleiki sem skiptir neytendur mestu oft upptekinn af leiðtoga. Finna annan eiginleika og gera að sínum eða andstöðuna við eiginleika andstæðingsins,
- Nr 15--Lögmálið um hreinskilni: Þegar þú viðurkennir veika hlið þá færðu jákvætt viðmót frá hugsanlegum neytendum
- Nr 16 og 17--Lögmálið um hið einstaka og ófyrirséða: Þær aðgerðir sem skila virkilegum árangri eru ávallt óvæntar
- Nr 18--Lögmálið um velgengni: Sjálfsöryggi er versti óvinur velgengninnar því þá er hætta á að viðkomandi telji sínar þarfir vera þarfir markaðarins
- Nr 19--Lögmálið um mistök: Skipuleggjum okkur upp á nýtt og björgum málunum. Ekki leiðin því ef okkur mistekst þá eigum við að viðurkenna það og draga okkur til baka
- Nr 20--Lögmálið um gífurlegar breytingar: Oft spá fjölmiðlar gífurlegum breytingum á einhverju sviði og gera of mikið úr afleiðinum þeirra
- Nr 21--Lögmálið um (tísku)sveiflu: Oft ruglast fyrirtæki á sveiflu og þjóðfélagslegri breytingu þ.e.a.s. stefnu og fara flatt á því, t.d. Cabbage kids og önnur leikföng
- Nr 22--Lögmálið um fjármagn: Engin hugmynd sama hversu góð hún er verður aldrei að veruleika nema nægjanlegt fjármagn sé til staðar. Það kostar peninga að berjast um hlutdeild af huga neytenda og halda honum