Færsluflokkur: Markaðsmál

Facebook að rokka, Twitter ekki (enn?)

Á myndinni í síðustu færslu sést hvað Facebook er orðin vinsæll á meðal íslendinga 73% af íslendingum nota Facebook einu sinni í mánuði eða oftar.  Fyrir ári síðan var þessi tala undir 50%!  Þetta sýnir hvað hjörðin er fljótt að hoppa á nýja tækni!

Myspace og Twitter eru báðir notaðir af sára fáum, en þó Myspace af fleirum en Twitter ólíkt því sem ætla má af umræðunni.  Erlendis hefur Twitter verið í mikilli sókn svo líklega á vefurinn eftir að verða vinsælli á næstunni en þó ekkert sé víst í þeim efnum.  Myspace er hins vegar hægt og rólega að höfða til færri og færri.

Þessar tölur sína mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að hugsa ekki um Facebook strategíu eða Twitter startegíu heldur samskipta strategíu.  Samskiptin verða að vera grunnurinn eins og við tölum um í bókinni okkar Markaðssetning á netinu.  Þar kynnum við POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana svo árangur náist út frá samskiptunum sjálfum en tæknin er þar í aukahlutverki!


Bókin í Eymundsson

Þá er bókin Markaðssetning á netinu komin í Eymundsson verslanirnar!

Markaðssetning á netinu

Vefritið Pressan.is fjallar í kvöld um bókina okkar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband