Færsluflokkur: Lífstíll

Simmi og Jói eru flottir markaðsmenn!

simmi-og-joi

Simmi og Jói voru nýlega valdir markaðsmenn ársins af Ímark.   Það eru margar ástæður fyrir því af hverju þeir eiga titilinn skilið.

Joe Pine, sem er á leið til Íslands 3. des á vegum Ímark, færir rök fyrir því að eina leiðin til að aðgreina sig í dag sé með upplifunum.  Vöru úrvalið í öllum vöruflokkum er orðið það mikið að eiginleikar eru ekki lengur nóg.  Allir geta afritað eiginleika vara. Það er hins vegar erfiðara að afrita upplifunina.  iPod er t.d. ekki besti MP3 spilarinn, það eru til aðrir sem eru ódýrari og með fleiri eiginleikum. Samt vilja allir Apple iPad.  Engin vill heldur spilara sem er ,,eiginlega alveg eins" og iPad, þó hann sé jafnvel aðeins ódýrari - þá er hann fake!

Simmi og Jói hafa byggt upp veitingastað sem selur mjög staðlaða vöru, hamborgara, en þeir pakka henni inn í upplifun sem er einstök og fólki að skapi.

 

Í fyrsta lagi er öll hönnun á staðnum glæsileg og öll í sama stíl (allt frá matseðli til innréttinga).  

Í öðru lagi eru þeir frægir og mjög oft á staðnum ef maður snæðir á Hamborgarafabrikkunni sem gerir það svolítið ,,öðruvísi" að fara þangað.

Í þriðja lagi er maturinn frábær og settur fram á svolítið öðruvísi hátt 

Með þessu þrennu hefur þeim tekist að búa til veitingastað sem selur staðlaða vöru sem er einstök í umbúðunum sem þeir matreiða hana í.  Það getur engin kóperað Hamborgarafabrikkuna - því hún er einstök! 

Ég er mjög ánægður með að þessir félagar mínir hrepptu verðlaunin í ár.  Þeir hafa búið til flotta vöru sem fólki líkar við.  Þeir hafa ennfremur kynnt hana geysilega vel.

Simmi og Jói eru vel að titlinum komnir!


Hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið? En PC tölvuna?

Þegar fólk er spurt hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið eða tölvuna segja flestir Sony eða JVC í tilfelli videotækja.  Flestir segja hins vegar IBM í tilfelli einkatölvunnar.

Það var hins vegar fyrirtækið Ampex sem kom með fyrsta videotækið og MITS (Micro Instrumentation and Telemetry Systems) sem kom með tölvuna.

Að vera fyrstur með nýja hugmynd þarf því ekki að vera mikils virði ef fyrirtækin sem eiga hugmyndirnar geta ekki komið þeim almennilega á markað.  

Markaðsstjórarnir gegna þar lykil hlutverki - markaðsstefnan þarf að virka.  STP og rétt blanda af P-unum fjórum.  


Það sem fólk setur á Facebook er ótrúlegt!

ImageHandlerImageHandlerImageHandlerCA9KJUY3ImageHandlerCABRIVIKImageHandlerCAGBN4OFImageHandlerCALCKUN7ImageHandlerCANDLNOGImageHandlerCAOOX33UImageHandlerCASHA304ImageHandlerCAYD0G3NImageHandlerCAXVK09MImageHandlerCAX4X7Q4

Af hverju hitta Steve Jobs og Apple alltaf í mark?

Í fyrsta lagi er hann mikill markaðsmaður og skilur hvað vörumerkjauppbygging er mikilvæg.

 Í öðru lagi vinnur Apple eftir tilvitnuninni í hann hér að neðan (eins og markaðsfyrirtæki gera):

"You've got to start with the customer experience and work back towards the technology - no the other way around"  Steve jobs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband