Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Markaðsmál: Kevin Lane Keller á Íslandi - um markaðssetningu á netinu
Það voru mikil forréttindi að hitta og fá að spjalla við Dr. Kevin Lane Keller þegar hann kom til Íslands á vegum Ímark. Í einkasamtölum við hann, en einnig í fyrirlestrinum hjá Ímark, minntist hann aðeins á samfélagsmiðlana. Hann sá alveg tækifæri þar eins og við hinir en varaði fólk við að missa sig hvað varðar miðlana og setti fram þessi fleygu orð:
Although consumers are more actively involved in the fortunes of brands than they have ever been before, just remember ...
- only some of the consumers want to get involved
- with some of the brands they use
- and even then, only some of the time
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 15. mars 2010
Vefborðar áhrifaríkir við markaðssetningu á netinu
Í nýjasta AdMap (mars '10) er grein eftir speking frá Nielsen. Fyrirtækið er búið að vera gera stórar rannsóknir á árangri vefborða m.t.t. hversu marga smelli þeir fá.
Rannsóknir Nielsen benda til þess að vefborðar hafi 20 sinnum meiri áhrif, að öllu jöfnu, en smellihlutfall þeirra (Click through rate) gefur til kynna.
Föstudagur, 26. febrúar 2010
Facebook markaðssetning: Hvað græða íslensk fyrirtæki á að búa til FAN síðu?
Í bókinni okkar Markaðssetning á netinu förum við yfir 5 markmið fyrirtækja á samfélagsmiðlunum: Hlusta, Samtöl, Aðstoða, Hvetja og nýsköpun. Allt hjálpar þetta svo aftur sölu. En hversu mikið?
Þetta með söluna hefur verið óljóst og fáar rannsóknir hafa geta lagt mat á hversu mikinn ábata fyrirtæki geta fengið með vettvangi á t.d. Facebook. Í nýjasta tölublaði Harvard Business Review er áhugaverð grein eftir Utpal M. Dholakia og Emily Durham. Þau gerðu könnun á bakaríi í Houston sem bjó til FAN síðu á Facebook og áhrifin á viðskiptavini voru mæld.
Niðurstaðan:
- Að verða FAN bakarísins á Facebook hafði áhrif á kauphegðun
- Þeir sem urðu FAN, versluðu fyrir jafn mikið í hvert skipti en versluðu 20% oftar
- Komu af stað jákvæðu WOM
- Þeir sem urðu FANS gáfu bakaríinu stærsta hlutfall af sínu fjármagni sem það varði í að fara út að borða
- Þeir voru mun líklegri til að mæla með bakaríinu (NPS var 75 hjá FANS, 53 hjá Facebook notendum sem urðu ekki FANS en 66 hjá öðrum)
- Þeir sem urðu FANS höfðu mun meiri tilfinningaleg tengsl við bakaríið en aðrir
Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður þó rannsakendurnir hafi sett smá fyrirvara við niðurstöðurnar. Það sem kemur hins vegar á móti er að fáir af heildar viðskiptavinafjölda fyrirtækja verður Facebook FAN (í rannsókninni 2,1% af heildarviðskiptavinum). Facebook fyrirtækjasíður eru því mikið niche tól, en getur sennilega verið mjög áhrifamikið!
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Í Kastljósinu í kvöld að tala um Markaðssetningu á netinu
Ég var í Kastljósinu á RÚV í kvöld að tala um námskeiðin okkar í Markaðssetningu á netinu. Það er ljóst að á netinu leynast mikil sóknarfæri fyrir alla sem eru með góðar vöru eða hugmynd...ef rétt er að staðið getur þekking á verkfærum netsins verið stökkpallurinn frá góðri vöru/hugmynd yfir í arðbæran rekstur.
Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Viltu auka tekjurnar þínar mikið?
Við Kristján héldum vel lukkað námskeið úr bókinni okkar Markaðssetning á netinu á Egilsstöðum í gær. Netið er sennilega hagkvæmasta leiðin fyrir stór sem smá fyrirtæki að koma sér á framfæri og selja, eða lækka kostnað og auka þjónustu. Markaðssvæðið á netinu er allur heimurinn en einhver sem býr í New York, Tokyo og Hafnafirði eru allir í sömu fjarlægð frá fyrirtækinu þínu.
Sjáið t.d. þessar árangurssögur, fyrst þau geta það...getur þú það líka!
- Á Ísafirði er bókasafnsvörður sem er með heimasíðu um dúkkulísur. Síðan er rosalega niche-a en þar sem markaðurinn á netinu er svo stór fær bókasafnsfræðingurinn gesti á síðuna sína frá öllum löndum heims sem skapar henni geysilega miklar tekjur (3 tekjuhæsti á Vestfjörðum núna). Síðan fær 7 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.
- Á Selfossi er annar hátekju íslendingur sem hefur hagnast á því að selja reykelsi á netinu.
- Þegar IKEA á Íslandi fór að hafa allt vöru úrvalið sitt í netverslun byrjaði verslunin auðvitað að selja slatta þar. Það sem þeir sáu hins vegar ekki fyrir var mikil fækkun símtala þar sem fleiri svöruðu spurningum sínum með því að skoða vefverslunina. Þannig mátti lækka kostnað við símavörslu mikið, en þjónusta fyrirtækisins jókst á sama tíma.
Það eru mikil tækifæri á netinu ef rétt er að málum staðið. Á námskeiðinu förum við yfir öll helstu verkfærin fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum á framfæri og þar með auka tekjur mikið! Við verðum á Ísafirði, Akureyri og svo í Reykjavík næst en skráning getur vel.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Markaðssetning á netinu - Námskeið
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Ég í sjónvarpsviðtali á INN að ræða um Markaðssetningu á netinu
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Alkemistinn - Þáttur um markaðsmál á INN. Fyrsti þáttur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Haíti fær styrki útaf markaðssamskiptunum.
Það hefur ekkert að gera með mannfallið, börnin sem eru illa farin né fólkið sem var jarðað lifandi hversu mikið hefur safnast fyrir Haíti. Álíka atburðir hafa verið að gerast og gerst víða undanfarin ár án þess að vesturlönd hafi verið að leggja eitthvað eða mikið af mörkum.
Munurinn? Gríðarlega mikil umfjöllun í fjölmiðlum, m.ö.o. markaðssamskipti! Í USA söfnuðust $560 milljónir dollara á 17 dögum!
Samt mega góðgerðasamtök yfirleitt auglýsa mjög takmarkað! Þetta er staðan þrátt fyrir að hver króna fjárfest í markaðssamskipti getur skilað margföldum styrkjum. Í US er talað um að um 2% af GDP fari í góðgerðarmál. Ef þessi tala myndi aukast í t.d. 3%?
David Ogilvy sagði eitt sinn "try launching a new brand of detergent with a war chest of less than $10,000,000." Staðreyndin er sú að þau verkefni sem ná í gegn eru þau sem fá mikið af styrkjum. Ef ekki skapast svona "moment" fyrir góðgerðarmál eins og Haíti verður að beita öðrum leiðum í verkfærakistu markaðsmanna!