Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Notkun á vefmiðlum á Íslandi
Sé aðeins horft á dekkun að þá eru sumar vefsíður á Íslandi á meðal sterkustu fjölmiðlum landsins. Vikuleg dekkun MBL.IS, JA.IS og VISI.IS er alveg geysilega há eins og myndin að neðan sýnir.
Bókinni er hins vegar að ganga vonum framar. Efnistökin eiga líka vel við markaðsfólk á Íslandi.
Eftir lesturinn á fólk að vera mun betur upplýstar um:
- þær breytingar sem hafa átt sér stað á neytendum
- það breytta umhverfi sem fyrirtæki og vörumerki starfa nú við
- þau mýmörgu tækifæri sem eru á netinu í dag sem hægt er að nýta með oft litlum tilkostnaði
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með vefborðum
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með leitarvélunum
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með samfélagsmiðlunum (Facebook o.s.frv.)
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með tölvupóstum
- hvernig netið kemur inn í hefðbundnar birtingaáætlanir
- hvernig vefgreiningartól virka og hvernig best er að nota þau
- og fleira og fleira!
Sunnudagur, 13. desember 2009
Fyrirlesturinn minn fyrir ÍMARK
Á þriðjudaginn í síðustu viku hélt ég fyrirlestur ásamt Bárði hjá Ratsjá fyrir skólastofu Ímark sem bar nafnið Markaðssetning á netinu. Bárður hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um auglýsingar á netinu, birtingarmál o.fl.
Minn fyrirlestur fjallaði um samfélagsmiðlana og þá aðallega POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana á skipulegan hátt svo hámarks árangri sé náð. Þessi aðferðafræði er svo kynnt mun dýpra í bókinni minni, Markaðssetning á netinu. Kynninguna sem ég var með er hægt að nálgast hér.
Laugardagur, 12. desember 2009
Höfum við áhrif á hvort annað á samfélagsmiðlunum?
Í nýlegri rannsókn á samfélagsmiðlunum (Cyworld í Kóreu) kom í ljós að meðlimum vefjanna var hægt að skipta í þrennt eftir því hversu mikil áhrif vinir þeirra hafa á þá.
· Low status group (48% af notendum) eru ekki vel tengdir og verða fyrir litlum sem engum áhrifum af því sem vinir í félagsnetinu þeirra eru að kaupa.
· Middle status group (40% af notendum) eru meðal vel tengdir, sýna sterk jákvæð viðbrögð vegna kaupa vina í félagsnetinu þeirra og sýna hegðum sem höfundar kalla ,,keeping up with the Joneses. Að jafnaði jukust kaup þeirra um 5% vegna áhrifa frá kaupum vina.
· High status group (12% af notendum) eru mjög vel tengdir og eru virkir á vefnum. Þessi hópur dregur úr kaupum á því sem vinir þeirra eru að versla. Þeir aðgreina sig með því að versla ekki það sama og vinir þeirra. Áhrifin eru því næstum neikvæð um 14% á tekjur frá einstaklingum í þessum hóp
,,Do Friends influence Social Networks Harvard Business School.
Af öðru að þá gengur salan á bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, svakalega vel. Í raun framar vonum og helmingur upplagsins hefur nú verið selt en við félagar erum mjög þakklátir fyrir frábærar viðtökur!
Sunnudagur, 6. desember 2009
ÍMARK á þriðjudag
Á þriðjudaginn munum við félagar koma fram á Skólastofu Ímark og fjalla stutt um bókina en verja mestum tíma í að kenna markaðsfólki hvernig hægt er að nota samfélagsmiðla við markaðssamskipti.
Við vonumst til að sjá sem flesta!
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Bókin Markaðssetning á netinu komin út!
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Ný könnun! Íslendingar versla öðruvísi núna!
Capacent gerði könnun í september á því hvernig við íslendingar höfum breytt kauphegðun okkar. Niðurstöðurnar eru bæði sláandi og áhugaverðar.
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Tvær góðar um markaðssetningu á netinu
"As marketers, we usually dont approach our customers like we would approach a potential spouse, do we? No, were more like a drunken frat boy at thus first freshman mixer. Most marketers approach customers and prospects more intent on the one-night stand than the long-term relationship. We know its wrong...but we do it anyway."
"What is really funny to me is the fact that when you talk to organizations about what makes them differnt (worthy if you will) this answer always lands somewhere in the top three: our people. So why do you hide your people behind the facade of a brand or an institution? At the end of the day, people associate themselves with other people that they like. Your constituents want to liek you and have a relationship with you."
Laugardagur, 14. nóvember 2009
Flugvélar // Markaðssetning á netinu
Ég verð alltaf svolítið eins og lítill strákur þegar ég kem í flugskýlið hjá ITS og sé vélarnar okkar. Það er eitthvað bara svo magnað við þessa klumpa sem geta skotist á milli landa! Tók þessar myndir í síðustu viku en þá vorum við að skoða litapallettur ofl. fyrir vélarnar okkar. Vélin á myndunum var í c-skoðun og var að fá ný sæti og afþreyingarkerfi í leiðinni.
- - -
Bókin Markaðssetning á netinu er nú komin í síðustu próförk en á mánudagsmorgun byrjar umbrotið. Það er eiginlega hálf furðuleg tilhugsun að verkinu sé að ljúka eftir 11 mánaða vinnu! En gaman hvað þetta er að ganga vel og allt á áætlun, útgáfa 1. des.
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009