Umfjöllun í Frjálsri Verslun

markadssetning-a-netinu-frj.gif

Viðtal við Morgunblaðið

280110mbl.gif

Verða Sautján, Herragarðurinn, Selected og GK svona í framtíðinni? Og allar tengdar við Facebook (og hvað vinunum finnst)


Markaðsfólk...hvað eru vörumerki í raun?

Ég er að lesa alveg frábæra bók þessa dagana "A brand new world" eftir Scott Bedbury.

Sjálfur finn ég mikið fyrir því að fólk skilur ekki alveg hvað vörumerki eru í raun en því fannst mér þessi orð Bedbury frábær:

,,A brand is the sum of the good, the bad, the ugly, and the off-strategy. It is defined by your best product as well as your worst product. It is defined by award winning advertising as well as by the god-awful ads that somehow slipped through the cracks, got approved, and, not surprisingly, sank into oblivion.  It is defined by the accomplishments of your best employee- the shining star in the company who can do no wrong - as well as by the mishaps of the worst hire that you ever made.  

It is also defined by your receptionist and the music your customers are subjected to when placed on hold.  For every grand and finely worded public statement by the CEO, the brand is also defined by derisory customer comments overheard in the hallway or in a chat room on the Internet.  Brands are sponges for content, for images, for fleeting feelings.  They become psychological concepts held in the minds of the public, where they may stay forever.  

As such you can't entirely control a brand.  At best you only guide and influence it." 


Frábær viral herferð frá Heineken


Mjög óheppileg staðsetning á auglýsingum!

untitled1.png


Það sem fólk setur á Facebook er ótrúlegt!

ImageHandlerImageHandlerImageHandlerCA9KJUY3ImageHandlerCABRIVIKImageHandlerCAGBN4OFImageHandlerCALCKUN7ImageHandlerCANDLNOGImageHandlerCAOOX33UImageHandlerCASHA304ImageHandlerCAYD0G3NImageHandlerCAXVK09MImageHandlerCAX4X7Q4

Markaðsmál: Kevin Lane Keller á Íslandi - um markaðssetningu á netinu

pict5817_971061.jpg

Það voru mikil forréttindi að hitta og fá að spjalla við Dr. Kevin Lane Keller þegar hann kom til Íslands á vegum Ímark.  Í einkasamtölum við hann, en einnig í fyrirlestrinum hjá Ímark, minntist hann aðeins á samfélagsmiðlana.  Hann sá alveg tækifæri þar eins og við hinir en varaði fólk við að missa sig hvað varðar miðlana og setti fram þessi fleygu orð:

Although consumers are more actively involved in the fortunes of brands than they have ever been before, just remember ... 
- only some of the consumers want to get involved
- with some of the brands they use
- and even then, only some of the time

 


Vefborðar áhrifaríkir við markaðssetningu á netinu

Í nýjasta AdMap (mars '10) er grein eftir speking frá Nielsen. Fyrirtækið er búið að vera gera stórar rannsóknir á árangri vefborða m.t.t. hversu marga smelli þeir fá.

Rannsóknir Nielsen benda til þess að vefborðar hafi 20 sinnum meiri áhrif, að öllu jöfnu, en smellihlutfall þeirra (Click through rate) gefur til kynna.


Capacent segir netið í mikilli sókn á Íslandi (skv. nýrri könnun á meðal íslenskra markaðsstjóra)

midlar_969613.png

 

Könnunin var kynnt á markaðsdegi ÍMARK af Einari Einarssyni/Capacent.


Facebook markaðssetning: Hvað græða íslensk fyrirtæki á að búa til FAN síðu?

Í bókinni okkar Markaðssetning á netinu förum við yfir 5 markmið fyrirtækja á samfélagsmiðlunum: Hlusta, Samtöl, Aðstoða, Hvetja og nýsköpun.  Allt hjálpar þetta svo aftur sölu. En hversu mikið?

Þetta með söluna hefur verið óljóst og fáar rannsóknir hafa geta lagt mat á hversu mikinn ábata fyrirtæki geta fengið með vettvangi á t.d. Facebook.  Í nýjasta tölublaði Harvard Business Review er áhugaverð grein eftir Utpal M. Dholakia og Emily Durham.  Þau gerðu könnun á bakaríi í Houston sem bjó til FAN síðu á Facebook og áhrifin á viðskiptavini voru mæld. 

Niðurstaðan:

- Að verða FAN bakarísins á Facebook hafði áhrif á kauphegðun

- Þeir sem urðu FAN, versluðu fyrir jafn mikið í hvert skipti en versluðu 20% oftar

- Komu af stað jákvæðu WOM

- Þeir sem urðu FANS gáfu bakaríinu stærsta hlutfall af sínu fjármagni sem það varði í að fara út að borða

- Þeir voru mun líklegri til að mæla með bakaríinu (NPS var 75 hjá FANS, 53 hjá Facebook notendum sem urðu ekki FANS en 66 hjá öðrum)

- Þeir sem urðu FANS höfðu mun meiri tilfinningaleg tengsl við bakaríið en aðrir

 

Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður þó rannsakendurnir hafi sett smá fyrirvara við niðurstöðurnar.  Það sem kemur hins vegar á móti er að fáir af heildar viðskiptavinafjölda fyrirtækja verður Facebook FAN (í rannsókninni 2,1% af heildarviðskiptavinum).  Facebook fyrirtækjasíður eru því mikið niche tól, en getur sennilega verið mjög áhrifamikið!


Námskeið í markaðssetningu á netinu

Þá eru fjögur námskeið að baki.  Við félagarnir höfum nú verið á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.  Erum í Reykjavík aftur á morgun en svo er það Selfoss 8 mars.  Allar nánari upplýsingar um námskeiðin í markaðssetningu á netinu má finna hér.

Fyrirtæki í öllum geirum geta haft hag að því að nýta sér verkfærin á netinu við að koma skilaboðunum sínum á framfæri.  Dúkkulísur, rækjur, skartgripir, hugmyndir, fatnaður, flugferðir, hótelnætur, skoðunarferðir, fjármálastofnanir og aðdáendasíður eru á meðal þeirra vara sem fólkið á námskeiðunum hjá okkur er að selja. 

Bókin okkar er nú uppseld hjá okkur, en einhver örfá eintök eru til í einhverjum verslunum.  Við erum að reyna af miklum krafti að prenta nýtt upplag en námskeiðin eru jafnframt að ganga vonum framar. 


Ný sjónvarpsauglýsing frá ICELANDAIR

Mín Borg - Haraldur Civelek from Icelandair on Vimeo.


Í Kastljósinu í kvöld að tala um Markaðssetningu á netinu

Ég var í Kastljósinu á RÚV í kvöld að tala um námskeiðin okkar í Markaðssetningu á netinu.   Það er ljóst að á netinu leynast mikil sóknarfæri fyrir alla sem eru með góðar vöru eða hugmynd...ef rétt er að staðið getur þekking á verkfærum netsins verið stökkpallurinn frá góðri vöru/hugmynd yfir í arðbæran rekstur.


Viltu auka tekjurnar þínar mikið?

Við Kristján héldum vel lukkað námskeið úr bókinni okkar Markaðssetning á netinu á Egilsstöðum í gær.  Netið er sennilega hagkvæmasta leiðin fyrir stór sem smá fyrirtæki að koma sér á framfæri og selja, eða lækka kostnað og auka þjónustu.  Markaðssvæðið á netinu er allur heimurinn en einhver sem býr í New York, Tokyo og Hafnafirði eru allir í sömu fjarlægð frá fyrirtækinu þínu.

Sjáið t.d. þessar árangurssögur, fyrst þau geta það...getur þú það líka!

- Á Ísafirði er bókasafnsvörður sem er með heimasíðu um dúkkulísur.  Síðan er rosalega niche-a en þar sem markaðurinn á netinu er svo stór fær bókasafnsfræðingurinn gesti á síðuna sína frá öllum löndum heims sem skapar henni geysilega miklar tekjur (3 tekjuhæsti á Vestfjörðum núna).  Síðan fær 7 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.

- Á Selfossi er annar hátekju íslendingur sem hefur hagnast á því að selja reykelsi á netinu.

- Þegar IKEA á Íslandi fór að hafa allt vöru úrvalið sitt í netverslun byrjaði verslunin auðvitað að selja slatta þar.  Það sem þeir sáu hins vegar ekki fyrir var mikil fækkun símtala þar sem fleiri svöruðu spurningum sínum með því að skoða vefverslunina.  Þannig mátti lækka kostnað við símavörslu mikið, en þjónusta fyrirtækisins jókst á sama tíma.

 

Það eru mikil tækifæri á netinu ef rétt er að málum staðið.  Á námskeiðinu förum við yfir öll helstu verkfærin fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum á framfæri og þar með auka tekjur mikið!  Við verðum á Ísafirði, Akureyri og svo í Reykjavík næst en skráning getur vel.

 

IMAG0526

IMAG0530


Mjögn fyndin Heineken auglýsing


Markaðssetning á netinu - Námskeið

Námskeið í markaðssetningu á netinu


Ég í sjónvarpsviðtali á INN að ræða um Markaðssetningu á netinu


Alkemistinn - Þáttur um markaðsmál á INN. Fyrsti þáttur

Gestir þáttarins eru Friðrik Eysteinsson og Kristján Már Hauksson.

Námskeið í markaðssetningu á netinu

Við Kristján Már erum að fara af stað með röð af námskeiðum í Markaðssetningu á netinu á næstu vikum.  Námskeiðin eru 4 klst löng og unnin í samvinnu við Útflutningsráð Íslands, MBL.IS, Póstinn og Valitor. 

Við hefjum leikinn á Egilsstöðum 13 febrúar, 19. febrúar á Egilsstöðum, 22. febrúar á Akureyri og 23. febrúar í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar á Online.is. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband