Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Af hverju hitta Steve Jobs og Apple alltaf í mark?

Í fyrsta lagi er hann mikill markaðsmaður og skilur hvað vörumerkjauppbygging er mikilvæg.

 Í öðru lagi vinnur Apple eftir tilvitnuninni í hann hér að neðan (eins og markaðsfyrirtæki gera):

"You've got to start with the customer experience and work back towards the technology - no the other way around"  Steve jobs


Ísbjörninn var skotinn og markaðstækifæri fyrir Polar Beer opnaðist! :)


Morgunblaðið í dag - Bókin Markaðssetning á netinu

Í Morgunblaðinu í dag er fylgirit um tækifærin á netinu.  Við félagarnir gáfum út bókina Markaðssetningu á netinu í byrjun desember á síðasta ári en í blaðinu er viðtal við okkur.

Nú þegar höfum við heyrt í fyrirtækjum sem hafa hagnast á því að byrja nota ráðleggingar okkar í bókinni, við erum því sannfærðir um að fáar bækur gefa betra ROI!:)

Bókina er hægt að kaupa hjá Bóksölu stúdenta, Mál og Menningu og í öllum Eymundsson verslununum.


Handboltalandsliðið og Icelandair

Í blíðu og stríðu - markaðssetning IcelandairIcelandair hefur stutt Handboltasamband Íslands (og þ.a.l. Landsliðið í handbolta) í yfir 50 ár.  Núna í kringum Evrópumótið fór fyrirtækið aftur af stað með herferðina Í blíðu og stríðu.   Í raun er Í blíðu og stríðu regnhlíf yfir íþróttastuðning Icelandair og vettvangur þar sem Icelandair gerir þjóðinni kleift að senda keppendum stuðningskveðjur.  Á IBS.IS er hægt að sjá viðtöl, fréttir og myndbönd af strákunum á milli leikjanna og fá þannig svolítið öðruvísi sýn á liðið.  Auðun Blöndal er svo með þátt á www.ibs.is þar sem hann lýsir leikjunum, grínast og gefur flugferðir á meðan á leikjunum stendur.  Hann fær einnig gesti í heimsókn eins og Pétur Jóhann, Gilz ofl.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa...yfir 1000 video kveðjur hafa nú verið sendar og annað eins af textakveðjum.  Það skemmtilega við þær er að strákarnir skoða þær daglega úti í Austurríki og er þeim mikil hvatning! Kveðjan hennar Rebekku var valin fyrsta besta kveðjan og fékk hún að launum ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair...en fleiri vinna, svo það er ennþá tækifæri!

Um 30.000 íslendingar hafa verið að horfa á útsendingarnar hjá Audda á meðan á leikjunum stendur, frábær árangur og skemmtilegt verkefni.

Untitled1

Bónus, Krónan og verð

Fyrir um sex árum, þegar ég var í stjórn Frjálshyggjufélagsins, skrifaði ég grein um það hvað samskeppniseftirlitið væri í raun óþarft.  Verðsamráð gæti átt sér stað án þess að menn væru að hittast í Öskjuhlíðinni.

Í Krónunni í vikunni var ég minntur á þetta.  Myndin að neðan sýnir útsendara Bónus sem fer allan daginn á milli verslana og gerir verðsamanburð í tölvu sem sendir gögnin strax beint í upplýsingakerfi Bónus. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna tveggja þurfa því ekki að hittast, heldur senda þeir bara merkjasendingar til hvors annars með verðbreytingum - þeir læra á hvorn annan - og að lokum eru þeir farnir að vita nákvæmlega hvernig hinn hagar verðunum hjá sér ef einhverjar breytingar verða í umhverfinu (kostn. á innflutning etc). 

Þannig geta þeir, ef þeir kjósa svo, haldið verðum hærri (og auðvitað lægri) án þess að funda um það.

 

verdsamrad

 


Google ætlar sér stóra hluti í farsímum - markaðsfólk verður að sjá þetta!


Kevin Keller á leið til Íslands - Uppbygging vörumerkjavirðis

Einn fremsti vörumerkjagúrú Bandaríkjanna kemur til Íslands í mars og verður með work-shop á Markaðsdegi Ímark.

Bækurnar hans Strategic Brand Management og Marketing Management (sem hann skrifar með Kotler) eru kenndar í öllum háskólunum hér heima og eru þær vinsælustu erlendis.

Það má með sanni segja að það sé hvalreki að fá hann til landsins!  Keller verður á landinu 5 mars og það borgar sig að skrá sig snemma til að fá sæti!

Á heimasíðu Ímark er að finna nánari upplýsingar um Keller og viðburðinn: 

http://www.imark.is/Forsida/Vidburdir/Islenski-markadsdagurinn


Samfélagsmiðlar og Obama - markaðssetning á netinu

Í bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, fjöllum við um fimm markmið samfélagsmiðla.  Með þeim er hægt að hlusta, eiga samtöl, aðstoða, hvetja og fá hugmyndir (nýsköpun).

Obama notaði samfélagsmiðla mikið í markaðsherferðinni fyrir forsetakosningarnar.  Til að einfalda má eiginlega segja að tvö trix hafi gert honum mest gagn.

#1 Rúmlega 13 milljóna manna tölvupóstlisti sem sendur var á daglegur póstur frá Obama sjálfum og stundum öðrum áhrifamiklum stuðningsmönnum.

#2 Hitt var að hann bjó til efni og leiðir fyrir þá sem fylgdu honum til að miðla boðskapnum á netinu svo það yrðu þeir sem myndu snúa þeim sem ekki fylgdu honum eða voru ósannfærðir. Þannig náði hann að gefa milljónum manna sem fylgdu honum smá ,,ownership" í herferðinni sem gerði það að verkum að fólk var mun hvatvísara í baráttunni...því baráttan varð ,,þeirra" barátta!

Mér er mjög að skapi eftirfarandi tilvitnunin í hann, sem rammar vel inn trix #2:

 ,,Involve your converts, preach to undecideds.”


10 stærstu auglýsendurnir í sjónvarpi og prenti 2009

Í fréttabréfi ABS var í vikunni listi yfir stærstu auglýsendur á Íslandi í sjónvarpi og prenti.

Ekki mikið óvænt, bankarnir horfnir en markaðssetning þeirra hefur dregist mikið saman.  Aðrir eru svona flestir the usual suspects, fyrir utan kannski Rekkjuna, Nóa Síríus en svo finnst mér áhugavert hvað Forlagið er stórt! 

10 starstu auglysendurnir


Markaðssetning á netinu – námskeið fyrir félagsmenn SAF

Samtök ferðaþjónustunnar munu bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út í samstarfi við Nordic eMarketing. Fyrirlesarar eru Guðmundur Arnar markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már eigandi Nordic eMarketing.

 

Um hvað snýst námskeiðið?

Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt  með áherslu á ferðaþjónustu og hvernig samskiptaleiðir netsins geta skapað til miklar tekjur.  Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi. 

Kennslan byggir á bókinni „Markaðssetning á netinu“ en bókin er jafnframt innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins.

Dagsetning , lengd námskeiðsins og innihald

Um er að ræða rúmlega 5 klst. námskeið sem stendur frá kl. 13:00 – 18:00  þann 20. janúar nk. í Borgartúni 35, 6. Hæð.  Helstu þættir:

– Netið, breytingar og tækifæri  – staðan í dag

 – Vefborðar

– Leitarvélar

 – Samfélagsmiðlar

 – Kaffi, smá pása og spjall

 – Tölvupóstar

 - Vefgreiningartól

 

Um bókina sem er innifalin í námskeiðinu á kynningarverði til SAF félaga:

Bókin „ Markaðssetning á netinu“ hefur það að leiðarljósi að vera hagnýt verkfærakista fyrir íslenskt markaðsfólk sem er eða vill byrja að nota netið í sínu markaðsstarfi. Í henni er fjallað um allar helstu samskiptaleiðir netsins.  Bókin er jafnframt full af nýjum innlendum og erlendum rannsóknum um notkun fólks á netinu og hvernig ná má hámarksárangri.  Ennfremur eru í bókinni fjölmagar íslenskar dæmisögur og tölur sem íslenskt markaðsfólk getur nýtt sér í daglegu störfum.

Í dag er allt markaðsstarf meira og minna unnið með netið í huga.  Bókin kynnir nýjar áður óbirtar rannsóknir sýna hversu langt Íslendingar hafa náð í notkun netsins.  Tækifæri íslenskra fyrirtækja eru því fjölmörg.

Eftir námskeiðið og lestur bókarinnar ætti fólk að vera mun betur upplýst um:

…þær breytingar sem orðið hafa á hegðun neytenda

…hið breytta umhverfi sem fyrirtæki og vörumerki starfa í 

…þau fjölmörgu tækifæri sem eru á netinu í dag og hægt er að nýta með litlum tilkostnaði

…hvernig ná má hámarksárangri með vefborðum

…hvernig ná má hámarksárangri með leitarvélum

…hvernig ná má hámarksárangri með samfélagsmiðlum (Facebook o.s.frv.)

…hvernig ná má hámarksárangri með tölvupóstum

…hvernig netið kemur inn í hefðbundnar birtingaáætlanir

…á hvern hátt vefgreiningartól virka og hvernig best er að nota þau

…og fleira og fleira!

Tilboð til félagsmanna SAF  og skráning:

Fullt verð er kr. 50.000,-  Tilboðsverð til félagsmanna SAF er kr. 34.900  og er bókin og öll námskeiðsgögn innifalin í verðinu.  Skráning á
info@saf.is eða í síma 511 8000.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband