Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sumar á Íslandi

Sumarið er tíminn eins og Bubbi söng, sérstaklega ef maður býr á Íslandi.

Núna eru öll tækifæri sem gefast notuð til að fara út úr bænum!  Búinn að fjárfesta í jeppa svo nú eru fjölskyldunni allir vegir færir!

Hef verið að basla við að koma í Grænlandsmyndunum inn hérna en þær liggja reyndar inná Facebookinu mínu.

Bætti einnig við fleygum orðum í Málsnilld hér til hliðar.  Hef hent í skrá málsnilld sem hefur orðið á vegi manns, aðallega til að eiga á lager fyrir skrif svo safnið er frekar kaótískt. Engu að síður hef ég gert það aðgengilegt á blogginu hér til hliðar.

Annars er stefnan á nokkrar útlandaferðir líka.  Langar að ná einni nótt í Færeyjum í sumar, vonumst til að geta heimsótt Gunna og Eir í Danmörku í júlí en svo erum við Ragna að fara til Kenya í 1-2 nætur og svo til Zanzibar (lítil eyja fyrir utan Tanzaníu) í september.


Skjótt skipast veður í lofti.

Ég flutti til Íslands fyrr en áætlað var en það var U beygja í vinnumálum. 

Icelandair fékk mig til að vera áfram hjá sér til að sinna markaðsstarfi utan Íslands...svo ég yfirgaf ekki flugfélagið eftir allt saman.  Mikill ólgusjór er í kringum Eimskip þessa dagana sem sér varla fyrir endan á.  Margir hafa bent á hversu heppinn ég vaeri að hafa endað annarsstaðar.. en ég held þeir standi þetta af sér.  Eina spurningin er hvernig fyrirtæki Eimskip á eftir að vera þegar öll kurl eru komin til grafar.  Öflugt fyrirtæki for sure en langt fra þvi ad vera tad sama og það sem eg skrifadi undir samning hja.

Ég flutti til Rögnu Klöru tegar eg kom heim og búum við fjölskyldan í Ársölum 1 í Kópavogi...örstutt að hlaupa yfir í Salalaugina.  Töluvert öðruvísi líf en í miðborg London...á Íslandi, með lítinn typpaling sem oft kallar mig pabba!  Ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að vilja flytja frá Íslandi aftur...held að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er frábært landað búa á!  Ég amk sakna ekki underground-lestanna, að þurfa allsstaðar að bíða í röð og vera stöðugt settur í sambandi við Indland þegar maður reynir að fá síma-þjónustu hjá eitthvað af fyrirtækjunum í London!

...átti grein í síðasta Markaði Fréttablaðsins

...og bjallan var að hringja og ég er farinn í dagsferð til Grænlands....blogga um þad a morgun og skelli myndum inn. (myndir komnar inná facebookið mitt)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband