Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Góðir tímar...

Hellingur af vinum að koma um helgina.  Konan, Beta vinkona okkar og Ásgeir.

Tónleikar í O2 með Alicia Keys á föstudag, í suite sem Glitnir á...einkastúka á besta stað með bar sófa og gleði.  Posh alla leið!

Félagar mínir hjá Dj Magazine eru svo búnir að koma okkur í VIP-ið hjá Ministry of Sound á föst.

Á laug er það afmælið hans Vidda, Westham vs Chelsea um daginn og þorrablót Íslendingafélagsins í London um kvöldið.

...og ég að fara til Glasgow í fyrramálið í eina nótt til að taka þátt í samkomu á vegum ferðaskrifstofa í Skotlandi.  Þessi kvöld enda yfirleitt á því að eldri konurnar sem eru allar uppástrýlaðar og í pelsunum þegar þær mæta...eru farnar að halda sér í barinn sökum ölvunar fyrir miðnætti. Mjög spes! 

Skotar eru margfalt öflugri að brúka bokkuna en við Íslendingar...en eru líka alveg þrælskemmtilegir....en með öllu óskiljanlegir á galeiðunni....hreimurinn er djöfull erfiður, tala nú ekki um þegar tungan fer að þyngjast þegar líður á kvöldið!

Hasar framundan og mikil gleði!


Besta prent auglýsingin á Ímark...Icelandair UK?

Nokkuð stoltur af því að hugmynd/auglýsing fyrir Icelandair í UK sem gerð var fyrir samstarf okkar fyrir Westham United sé tilnefnd sem besta prent auglýsingin á Ímark í ár.

Við erum að gera eitthvað rétt hérna í London greinilega :)

Untitled


David Ogilvy var snillingur...

Í bókinni sinni Confessions of an Advertising man segir Ogilvy:

 "The consumer is not a moron. She is your wife. Don't insult her intelligence"

Aðrar góðar tilvitnanir í hann:

"You cannot bore people into buying"

"Committees can criticize advertisements, but they cannot create them"

"Compromise has no place in advertising. Whatever you do, go the whole hog"


Time goes by...

Alltaf nóg að gera hér í Lundúnaborg.  Kynningarfundur fyrir skólann síðasta miðvikudagskvöld, fór til Danmerkur á fund á fimmtudaginn en til London á föst. Erum að vinna að econometric módeli til að kortleggja hvernig markaðurinn okkar virkar og bregst við áreiti.  Sennilega áhugaverðasta vinna sem ég hef farið í hvað markaðsmál varða.  Þar sem ég er algjört tölfræði frík finnst mér þetta gríðarlega áhugavert.  

 Jói og Aron komu til mín og eru búnir að vera yfir helgina...vægast sagt búin að vera djamm helgi!

Ministry of Sound á föstudagskvöldið...Klúbbarölt í Clapham í gær en strákarnir eru að fara út á galeiðuna aftur í kvöld...rúmið mitt hefur aldrei átt eins sterkar tilfinningar frá mér.  Get bókstaflega ekki beðið eftir að geta gleymt mér í því.

Fer til Íslands á fimmtudagskvöldið vegna vinnunnar og verð fram yfir helgi.  Farinn að sakna nýju fjölskyldunnar minnar svo ég hlakka mikið til að sjá þau aftur.


Friðbjörn Orri orðar það betur en flestir, líkt og áður...

"

Á dögunum kom fram álit svonefndrar mannréttindanefndar SÞ sem taldi kvótakerfið vera ósanngjarnt því það gætu ekki allir sem kunna til verka á sjó unnið við fiskveiðar nema eiga til þess veiðiheimildir.

Þetta er nú meiri spekin.

Nú er talsvert stór hluti íslendinga sem stundar stangveiðar og kaupir sér veiðileyfi í ám hér og þar um landið. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að hver sá sem lært hefur að kasta með flugustöng og vaða ár geti ekki veitt lax og silung sér til framfæris?

Nú er allt land á Íslandi í eigu einstaklinga eða hins opinbera. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að sá, sem lærði að rækta margvíslegar matjurtir og vann í mörg ár við ræktun búfjár, geti ekki tekið sér eitthvað land og hafið þar ræktun og búskap?

Það er með ólíkindum að einhver haldi að álit umræddrar nefndar beri í sér eitthvað annað en algjöran misskilning á stjórnun fiskveiða. Það er öllum frjálst að stunda fiskveiðar og á því eru alls engar hömlur á nokkurn einasta hátt. Til veiða þarf að kaupa tæki og heimildir.

Skip
Veiðarfæri
Veiðileyfi

Með sömu röksemdafærslu og nefnd SÞ notar mætti segja að það sé mannréttindabrot að þjálfaður sjómaður þurfi að kaupa sér skip og veiðarfæri - og að það væri augljós hefting á atvinnufrelsi hans!

"

www.fridbjornorri.is


Strategy vs tactics

Það eru rosalega margir sem rugla saman strategy og tactics en þar er mikill munur á.

Flestir gleyma sér stanslaust í tactics...og því strategy lausir.

Sun Tzu hershöfðingi hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði:

"All men can see these tactics whereby I conquere, but what no one can see is the strategy out of which victory is evolved"


Winston Churchill var með þetta...

Núna er talað mikið um Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og ályktun þess að stjórnun fiskveiða brjóti í bága við mannréttindi.

Burt séð frá því að Kúba, Norður Kórea og Kína hafa átt nefndarmenn sem setið hafa í mannréttindanefndum hjá þessari blessaðri stofnun...sem auðvitað gerir hana hálf fyndna...er þetta auðvitað heimskuleg ályktun.

Eignaréttur er hornsteinn framfara.  Það er nákvæmlega engin undantekning á því, hvergi í sögu vestrænnar menningar hafa framfarir orðið án eignaréttar.  Oft er talað um af hverju fílar eru í útrýmingarhættu sumstaðar í afríku en ekki beljur...ástæðan er því einhver á beljurnar en ekki fílana.

Fiskveiðistjórnarkerfið okkar er vissulega ekki fullkomið, aðeins þarf að nefna brottkast í þeim efnum.

En svo ég vitni í Winston Churchill, en hér má skipta út lýðræði fyrir fiskveiðistjórnarkerfi til að sjá skoðun mína á þessu máli: 

"Democracy is the worst form of government except for all those others that have been tried."

~ Winston Churchill

- - -  

Frábær helgi að baki með fjölskyldunni...svolítið mikil breyting á heiminum að vera orðin fósturpabbi! Lífið er gott!

Fer til Íslands annað kvöld á Mid-Atlantic

Fer til Danmerkur á fimmtudaginn í næstu viku í eina nótt en Jói vinur minn er svo að koma og verður yfir þá helgi. Alltof langt síðan við höfum rökrætt!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband