Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Leigubílstjórar í London, lykill að milliliðalausri þróunaraðstoð!

london_cabEitt sem ég elska við allar stórborgir eru leigubílstjórar.  Það eru nefnilega svo oft pólitískir flóttamenn og fátækir innflytjendur sem fara að keyra leigubíla.
Nýlega hef ég lent á hörku spjalli við Íraka, Afgana og Nígeríumann.  Nígeríumaðurinn gaf mér emailið sitt og vildi endilega tengja mig við frænda sinn sem gæti verið einka guide fyrir mig kæmi ég að heimsækja landið….sem auðvitað ég yrði að gera þar sem Nígería væri paradís ferðamannsins.  Írakinn vildi meina að Ameríka og Bretland væru að eyðileggja heiminn og það væri í raun gullforðabú USA sem væri ástæðan fyrir því að Íraksstríðið hafi orðið...mjög áhugaverð röksemdarfærsla sem meikaði reyndar engan sens en að hlusta á hann af ástríðu segja frá var frábært.  Afganinn sagði mér allt um daglegt líf í Afganistan, hversu erfitt lífið væri nú þar og hvað það væri erfitt að vera án fjölskyldunnar sinnar.


Ef þú hefur ekki prófað að spjalla við þá, þá bara verður þú að gera það næst þegar tækifæri gefst.


Í framhaldi af þessu eru til mjög mikið af rannsóknum sem staðfesta það að um 80cent af hverjum dollar sem fer í þróunaraðstoð fari til spillist.  80centin enda hjá spilltum ríkistjórnum, skæruliðahópum o.s.frv. 


Kenningin mín er að leigubílstjórar eru öruggasta leiðin til að gefa til þróunarmála.  Þeir eru flestir (auðvelt að komast að því) að vinna af sér rassgatið til að senda peninga heim til barnanna sinna og konu.  Ef ég gef leigubílstjóra mjög rausnarlegt þjóðfé veit ég fyrir víst að peningarnir renna beint þangað sem þeirra er þörf milliliðalaust. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband