Sunnudagur, 13. desember 2009
Fyrirlesturinn minn fyrir ÍMARK
Á þriðjudaginn í síðustu viku hélt ég fyrirlestur ásamt Bárði hjá Ratsjá fyrir skólastofu Ímark sem bar nafnið Markaðssetning á netinu. Bárður hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um auglýsingar á netinu, birtingarmál o.fl.
Minn fyrirlestur fjallaði um samfélagsmiðlana og þá aðallega POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana á skipulegan hátt svo hámarks árangri sé náð. Þessi aðferðafræði er svo kynnt mun dýpra í bókinni minni, Markaðssetning á netinu. Kynninguna sem ég var með er hægt að nálgast hér.