Miðvikudagur, 23. desember 2009
Notkun á vefmiðlum á Íslandi
Sé aðeins horft á dekkun að þá eru sumar vefsíður á Íslandi á meðal sterkustu fjölmiðlum landsins. Vikuleg dekkun MBL.IS, JA.IS og VISI.IS er alveg geysilega há eins og myndin að neðan sýnir.
Bókinni er hins vegar að ganga vonum framar. Efnistökin eiga líka vel við markaðsfólk á Íslandi.
Eftir lesturinn á fólk að vera mun betur upplýstar um:
- þær breytingar sem hafa átt sér stað á neytendum
- það breytta umhverfi sem fyrirtæki og vörumerki starfa nú við
- þau mýmörgu tækifæri sem eru á netinu í dag sem hægt er að nýta með oft litlum tilkostnaði
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með vefborðum
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með leitarvélunum
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með samfélagsmiðlunum (Facebook o.s.frv.)
- hvernig hægt er að ná hámarks árangri með tölvupóstum
- hvernig netið kemur inn í hefðbundnar birtingaáætlanir
- hvernig vefgreiningartól virka og hvernig best er að nota þau
- og fleira og fleira!
Athugasemdir
Hverjar eru heimildirnar fyrir þessu?
Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:52
Sælir
Bókin Markaðssetning á netinu...en frumheimild Neyslu og lífsstílskönnun Capacent Gallup (gögnum safnað um miðjan okt ef ég man rétt).
kv
Gummi
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 26.12.2009 kl. 01:15