Laugardagur, 14. nóvember 2009
Flugvélar // Markaðssetning á netinu
Ég verð alltaf svolítið eins og lítill strákur þegar ég kem í flugskýlið hjá ITS og sé vélarnar okkar. Það er eitthvað bara svo magnað við þessa klumpa sem geta skotist á milli landa! Tók þessar myndir í síðustu viku en þá vorum við að skoða litapallettur ofl. fyrir vélarnar okkar. Vélin á myndunum var í c-skoðun og var að fá ný sæti og afþreyingarkerfi í leiðinni.
- - -
Bókin Markaðssetning á netinu er nú komin í síðustu próförk en á mánudagsmorgun byrjar umbrotið. Það er eiginlega hálf furðuleg tilhugsun að verkinu sé að ljúka eftir 11 mánaða vinnu! En gaman hvað þetta er að ganga vel og allt á áætlun, útgáfa 1. des.