Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Staðfestur útgáfudagur - 1 desember
Undanfarnar vikur hafa verið frekar brjálaðar. Við Kristján Már erum búnir að vinna stíft að því að ljúka við bókina sem við höfum verið að vinna að um Markaðssetningu á Netinu. Nú er það staðfest að hún verður komin í dreifingu 1 desember og verður formlega kynnt á ráðstefnu þann sama dag á vegum Ímark og Útflutningsráðs. Segi betur frá henni síðar.
Þetta er búið að vera ferðalag frá því í janúar og eflaust nokkur hundruð klukkustundir í vinnu að baki!
Virkilega gaman að sjá svona fyrir endann á þessari miklu vinnu og ekki síst því bókin er fanta góð! :-)