Mánudagur, 24. ágúst 2009
Haust herferð Icelandair að renna úr hlaði...
Í dag fer herferðin Borgarsmellir af stað hjá Icelandair. Herferðin er nær alfarið á Netinu og eru hefðbundnir miðlar aðeins notaðir til að styðja við birtingarnar á Netinu. Með þessari nálgun getum við verið með meira auglýsingaáreiti, á fleiri einstaklinga, yfir lengra tímabil, með skemmtilegri nálgun en ella.
Herferðin er sirka svona:
- Gagnvirkir vefborðar (borgarkynningar) á öllum stærstu vefsíðum Íslands
- Ýmsir óvæntir hlutir sem fólk verður að fylgjast vel með til að sjá
- Þrisvar sinnum í viku verðum við með Borgarleik. Þá byrjar leikur snemma að morgni þar sem fólk leysir 2 skemmtilegar þrautir og svarar einni spurningu um borg dagsins. Kl. 17 sama dag lýkur svo leiknum og vinningshafinn er tilkynntur. Daginn eftir byrjar svo nýr leikur með nýjum þrautum svo fólk hefur tækifæri á að vinna nokkrum sinnum í viku!
- Ný þrívíddartækni, Augmented Reality, sem gerir fólki kleift að skoða kennileiti borga í þrívídd með því að nota WebCam í tölvunum sínum... sjón er sögu ríkari!
- Útvarps og sjónvarpsauglýsingar notaðar til að styðja við herferðina á Netinu
Icelandair hefur jafnframt unnið töluvert í Icelandair.is undanfarið til að taka á móti þessum fjölda sem kemur inná vefinn, meðan á herferðinni stendur.
Við höfum t.d.:
- Uppfært áfangastaðasíðurnar okkar með Mín Borg efni og myndum svo þær hjálpi okkur sem mest að kveikja áhuga fólks á borgunum sem við fljúgum til
- Búið til þjónustuauglýsingar inni á Icelandair.is (sem byrja í vikunni) til að ýta undir alla þá þjónustuuppfærslu sem Icelandair hefur farið í gegnum undanfarið. Við segjum fólki frá því hvað við gerum vel við börn, hvað sætabilið hjá okkur hefur verið aukið ásamt því að segja frá nýja flotta afþreyingarkerfinu okkar. (margir sem halda t.d. að afþreyingakerfið kosti og teppi og koddar séu seldir. Í dag er hvoru tveggja frítt)
Hér áður fyrr var auglýsingaherferðum ýtt úr vör með öllu efni framleiddu fyrirfram og birtingum bókuðum. Árangur var yfirleitt aðeins metin að herferðinni lokinni. Með þessari nýju nálgun okkar getum við verið að aðlaga herferðina og bæta, út allt herferðartímabilið. Við getum og munum fylgjast nákvæmt með því hvernig auglýsingarnar okkar á Netinu eru að virka frá degi til dags. Auglýsingastofan og Birtingahúsið eiga með okkur reglulega samráðsfundi út allt tímabilið þar sem árangur er metinn og tækifæri skoðuð til að gera herferðina enn áhrifaríkari. Þó herferðin fari af stað í dag er vinnunni við hana ekki lokið.
Þegar auglýsingar hafa verið birtar ákveðið oft hættir fólk að taka eftir auglýsingunum. Því er þessi nálgun okkar að vera sífellt að breyta auglýsingunum okkar, vera með leiki og mismunandi gerðir af auglýsingum í gangi í einu til þess fallin að hafa herferðina "ferska" út allt tímabilið sem herferðin varir (minna wear-out effect). Fólk fær þannig síður leið á auglýsingunum og verða þær bæði skemmtilegri og áhrifaríkari mun lengur.
Það er því mjög mikið um nýjungar í þessari haust herferð Icelandair, bæði hvað varðar hönnun, nálgun, birtingar og árangursmælingar.
Athugasemdir
Ég er spenntur að sjá hvernig þetta kemur út og mun smella á þessa bannera þegar leikurinn byrjar.
Mér þykir þó athugaVERT að setja upp bannerana áður en leikurinn byrjar. Fólk er líklegast til að taka eftir bannerum þegar þeir eru nýlega komnir upp. Þeir sem smella svo núna upplifa ekkert áhugaVERT þar inni. Þessir aðilar smella líklega ekki aftur.
Að lokum - verð ég að hafa vefmyndavél til að geta verið með? Veistu hve stór hluti markhópsins er með svoleiðis?
Hörður Harðarson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:03
Þessi herferð er síbreytileg...svo við bindum vonir við að fólk fái ekki strax leið. Dagurinn í dag er í raun bara tís á það sem koma skal. Strax á morgun fer hún í nýjan ham (netklúbbsmeðlimir Icelandair vita hvað gerist á miðnætti). Á mið-föst eru svo 3 mjög skemmtilegir leikir, einn á dag og vinningshafinn kynntur kl 17 á hverjum degi.
Leikirnir eru ótengdir WebCaminu...engin leikur í kringum þrívíddardæmið. Það er hins vegar eitt það svalasta sem ég hef sjálfur séð í langan tíma. Þú getur bókstaflega haldið á Big Ben í hendi þér, velt honum á allar hliðar og skoðað...þú verður að prófa það. Þetta stönt er hins vegar bara krydd á skemmtilega herferð...tæknin er svo flott að ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef hún fær ekki töluvert buzz...en gæti tekið smá tíma að spyrjast út því eins og þú segir réttilega eru ekki allir með WebCam.
kv
Gummi
Gummi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 21:48