Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Hvernig forgangsraða Bretarnir neyslu í kreppunni?
Samkvæmt rannsókn Ofcom (Communication Market Report) eru breskir neytendur frekar til í að sleppa utanlandsferðum, sleppa því að kaupa ný föt og hætta að fara út að borða heldur en að sleppa GSM símanum, internet tengingunni eða áskriftum af sjónvarpsrásum.
Aðeins snyrtivörur og matvörur voru fyrir ofan Internetið í forgangsröðuninni!
The Times 6 ágúst 2009