Laugardagur, 15. ágúst 2009
Allir Íslendingar hafa breyst!
Allir eru að versla öðruvísi, velur þú ekki öðruvísi í matarkörfuna þegar þú ferð út í búð? Leyfir þú þér jafn mikið? Ertu farin að taka ódýrari sápuna eða rauðvínið? Flokkar þú margfalt meira undir bruðl núna en þú gerðir fyrir ári?
Einn úr heildsölubransanum sagði mér að kampavín og dýrari vörumerki í áfengi og öðrum vöruflokkum væru öll að hrynja. Bónus er að fá stærri hluta af markaðinum og allar íslenskar vörur seljast margfalt meira en áður!
Þegar umhverfið breytist í þessa átt sýna rannsóknir að fólk leitar inn á heimilin og kýs að eyða mun meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Traust og öryggi fara að skipta fólk mun meira máli og hafa djúp áhrif á kaupákvarðanir.
Nú verða fyrirtæki að lesa stöðugt markaðinn og það sem meira skiptir að vera fljót að breyta.
"It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change. Charles Darwin