Bókin Markaðssetning á Netinu

Frá því í byrjun árs hef ég unnið að bók um markaðssetningu á Netinu sem miðuð er á íslenska markaðsstjóra og þeirra þarfir.  Bókin tekur á flestum samskiptatólum markaðsstjóra á Netinu.

Þessa dagana erum við Kristján Már að leggja lokahönd á verkið sem kemur út að öllu óbreyttu fyrstu vikuna í október.  Þetta er búið að vera mikið ferðalag og óhætt að segja að tímarnir sem hafa núþegar farið í hana séu töluvert fleiri en maður ímyndaði sér áður en farið var af stað.  Virklega skemmtilegt engu að síður og mikill skóli.

Efnisyfirlit bókarinnar verður að öllu óbreyttu svona:

1. Inngangur

2. Breytt umhverfi vörumerkja, neytenda og fyrirtækja

3. Birtingar á Netinu

4. Leitarvélabestun

5. Herferðir á Leitarvélum

6. Vefborðar

7. Samfélagsmiðlar

8. Almannatengsl ePR

9. Tölvupóstar sem markaðstæki

10. Vefgreiningar

11. Markaðssetning á mismunandi tungumálum

12. Orðskýringar

 

Við erum komnir með töluvert magn af frábærum íslenskum dæmisögum af fyrirtækjum sem hafa náð miklum árangri með tólunum að ofan. 

Söfnuninni er þó ekki lokið svo okkur þætti gaman að heyra frá þér ef þú lumar á einni góðri. gummi3849@hotmail.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband