Halldór Laxness var með "branding" á hreinu!

"Ágætir menn kveðja sér hljóðs í blöðunum aftur og aftur og segja: okkur vantar landkynningu. Orsökin er þá venjulega sú að einhver blaðamaður úti í heimi hefur logið upp ósögum um landið. .....

Hátterni okkar einsog það birtist í daglegustu atriðum lífs og starfs er landkynning okkar – ekki skrumauglýsingar um landið til dreifingar utanlands. Gagnvart útlendingum eru veitingahús og gististaðir fyrst og fremst opinberar landkynningarstofnanir. Gestgjafinn á hótelinu á Þingvöllum, þeim helga stað vorum, er fyrsti landkynnir Íslands, gistihús þess staðar landkynningarstofa númer eitt.

Þegar við berum á borð fyrir siðaða útlendinga dósamjólk, makarín, vatnssósa kartöflur og exportkaffi, þá erum við að kynna landið. Göturnar í Reykjavík eru íslensk landkynning. Það er alveg sama hversu miklu skrumi er dreift til útlendinga frá landkynningarstassjónum hér innanlands, göturnar batna ekki fyrir því; þessar götur eru ekki sambærilegar við neitt í heiminum nema ófærðina á austurvígstöðvunum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða, hvaða....?  !!!

Edda (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband