Sumar á Íslandi

Sumarið er tíminn eins og Bubbi söng, sérstaklega ef maður býr á Íslandi.

Núna eru öll tækifæri sem gefast notuð til að fara út úr bænum!  Búinn að fjárfesta í jeppa svo nú eru fjölskyldunni allir vegir færir!

Hef verið að basla við að koma í Grænlandsmyndunum inn hérna en þær liggja reyndar inná Facebookinu mínu.

Bætti einnig við fleygum orðum í Málsnilld hér til hliðar.  Hef hent í skrá málsnilld sem hefur orðið á vegi manns, aðallega til að eiga á lager fyrir skrif svo safnið er frekar kaótískt. Engu að síður hef ég gert það aðgengilegt á blogginu hér til hliðar.

Annars er stefnan á nokkrar útlandaferðir líka.  Langar að ná einni nótt í Færeyjum í sumar, vonumst til að geta heimsótt Gunna og Eir í Danmörku í júlí en svo erum við Ragna að fara til Kenya í 1-2 nætur og svo til Zanzibar (lítil eyja fyrir utan Tanzaníu) í september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll

 Ísland er betra með Guðmund Arnar Guðmundsson innanborðs! Var að koma úr löngu fríi  ( og mikilli vinnu ) Þarf nauðsynlega að komast á almennilegt kaffihús á Íslandi, vantar félagskap, kemur þú með?

Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2008 kl. 11:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband