Hinar og þessa pælingar

Það er oft sem bloggið verður svona "white board" fyrir skemmtilegar pælingar (lesist sem ruslakista) sem verða á vegi manns. Hér kemur eitt og annað í engu samhengi!

#1

Íslenski fyrirtækja-kúlturinn litast svolítið af þessu held ég (flatur strúktur og "allir jafnir" stemning) Í Snorra-Eddu,  frá því um 1220, segir orðrétt: ,,Víst trúi ég því að þessi konungur sé góður en hitt vitum við að konungar eru misjafnir, sumir góðir aðrir vondir og því er best að hafa engan konung”.

#2

Það er talað um það að bankarnir séu með eignir sem eru 10x þjóðarframleiðsla (12.000 milljarðar).  Þetta er rétt, en Kaupþing sem dæmi er með bankaleyfi í 8 löndum.  Þar af leiðandi eru 8 mismunandi Seðlabankar sem verja hann og því á þessi tala kannski illa við í umræðunni um hvað Seðlabankinn stendur illa að vígi gagnvart bönkunum.

#3

Það er talað um að skuldir íslenska þjóðarbúsins sé 120% af landsframleiðslu. Sem er auðvitað frekar æpandi tala. Í nýjasta hefti Peningamála er önnur uppgjörsaðferð notuð til að meta stöðuna.  Markaðsvirði fjármunaeigna er notað en ekki bókfært virði en þá er skuldastaðan aðeins 27% af landsframleiðslu (staðan tekin á Q3 2007)!  Nýja uppgjörið er í fullu samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það er vandasamara að meta og hefur því ekki verið birt fyrr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Guðmundur

 Við fögnum heimkomu þinnar. Vertu velkominn í Kópavoginn og mundu að "það er gott að búa í Kópavogi", er sannfærður að það verður enn betra þegar þú ert kominn í hópinn!

Sigurður Þorsteinsson, 9.5.2008 kl. 14:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband