Þriðjudagur, 25. mars 2008
Það er eðlilegt að vextir séu háir...
Verðbólga er mjög há á Íslandi um þessar mundir og því er ógjörningur að lækka vexti.
Verðbólga verður þegar fjöldi peninga eykst hraðar en aukning á vörum. M.ö.o. fleiri peningar elta jafn margar vörur...þá þarf verðið á vörunum að hækka svo jafnvægi náist. (mjög einföld skýring).
Vextir eru verðið á peningum og stýrivextir Seðlabankans hafa áhrif á alla aðra vexti á Íslandi (eða öll önnur verð á peningum).
FED í USA fór næstum því í 20% vexti á tímabili og var lengi vel með vexti í kringum 10%. Þetta er því ekkert einsdæmi þegar verið er að koma hagkerfum í jafnvægi úr mikilli verðbólguþennslu.