London í mars

Skólinn byrjaður á fullu í London, ferlega skemmtilegt að setjast á skólabekk hérna...maður kemst öðruvísi inní samfélagið.  Námið gott...og hardcore marketing.  Sem er gaman.

Ég var að uppgötva snilld podcasta.  Ég búinn að raða inn áhugaverðum pistlum, fréttum ofl i iTunes hjá mér.  Á hverju morgni þegar ég vakna uppfæri ég það...skelli svo iPodinum á mig og fer í tubuna.  Eins og zombie á leiðinni í vinnuna hlusta ég þannig á helstu local og heimsfréttir og pistlahöfundana sem ég fylgist með hverju sinni.  Tæknin er frábær!

Sem gamall útvarpsgaur skil ég reyndar engan veginn af hverju útvarpsstöðvar eru ekki meira að nýta sér þetta gríðarlega magn af hljóð-efni sem er að verða til með þessari sprengju. Þessi dreifileið á hljóði (eins og svo mörg dæmi eru til um með sjónvarp) eru annað dæmi þess hvað þessar hefðbundnu dreifileiðir á afþreyingarefni eru að breytast.  Það skiptir ekki lengur eins miklu máli að eiga FM tíðni sem er rándýrt með tilheyrandi sendum og kostnaði.

- - -

Sem ýtir mér að annarri snilld hér í London.  BT er að gera tilraunir með að bjóða fólki að opna routerana sýna fyrir öðrum BT notendum.  Svo allir sem eru í BT "samfélaginu" geta notað routerana hjá hvor öðrum ókeypis.  Nú er svo komið að maður kemst frítt á internetið með þessari leið á alveg fáránlegum stöðum.  Með svona samfélagi geta Internet fyrirtæki aðgreint sig á þann hátt að hraði og annað sem þeir bjóða skiptir minna máli. Með því að vera í samfélaginu þeirra hefur maður aðgang að fríu WiFi interneti út um allt, og þeim mun fleiri sem taka þátt í samfélaginu þeim mun sniðugra verður að koma nýr inn...með hverjum nýjum...eru fleiri staðir með "frítt" internet.  First mover í þessu á Íslandi vinnur klárlega.  Vodafone vs Síminn.

- - -

Síða sem er snilld. Marginal Revolution, maður verður að heimsækja þessa reglulega:http://www.marginalrevolution.com/

- - -

Ég vann einu sinni ritgerðarsamkeppni í Kanada fyrir ritgerð um Alþjóðavæðingu.  Varð í raun hugfanginn af þessu fyrirbæri eftir það en sem frjálshyggjumaður kemur þetta sterkt við lífskoðanir mínar. Mjög stoltur af ritgerðinni en hún tekur á aðal rökunum fyrir því af hverju mannvinir ættu að berjast fyrir aukinni alþjóðavæðingu með öllum ráðum.  Er að vinna í bók núna eftir Martin Wolf (sem er með reglulegt podcast á ft.com) sem heitir Why Globalisation Works ... brilljant lesning og í raun lykill að framförum í þeim heimshlutum sem sárast þarfnast þeirra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband