Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Góðir tímar...
Hellingur af vinum að koma um helgina. Konan, Beta vinkona okkar og Ásgeir.
Tónleikar í O2 með Alicia Keys á föstudag, í suite sem Glitnir á...einkastúka á besta stað með bar sófa og gleði. Posh alla leið!
Félagar mínir hjá Dj Magazine eru svo búnir að koma okkur í VIP-ið hjá Ministry of Sound á föst.
Á laug er það afmælið hans Vidda, Westham vs Chelsea um daginn og þorrablót Íslendingafélagsins í London um kvöldið.
...og ég að fara til Glasgow í fyrramálið í eina nótt til að taka þátt í samkomu á vegum ferðaskrifstofa í Skotlandi. Þessi kvöld enda yfirleitt á því að eldri konurnar sem eru allar uppástrýlaðar og í pelsunum þegar þær mæta...eru farnar að halda sér í barinn sökum ölvunar fyrir miðnætti. Mjög spes!
Skotar eru margfalt öflugri að brúka bokkuna en við Íslendingar...en eru líka alveg þrælskemmtilegir....en með öllu óskiljanlegir á galeiðunni....hreimurinn er djöfull erfiður, tala nú ekki um þegar tungan fer að þyngjast þegar líður á kvöldið!
Hasar framundan og mikil gleði!
Athugasemdir
Jíhaaaa - góða skemmtun elskan
Donna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:39