Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Time goes by...
Alltaf nóg að gera hér í Lundúnaborg. Kynningarfundur fyrir skólann síðasta miðvikudagskvöld, fór til Danmerkur á fund á fimmtudaginn en til London á föst. Erum að vinna að econometric módeli til að kortleggja hvernig markaðurinn okkar virkar og bregst við áreiti. Sennilega áhugaverðasta vinna sem ég hef farið í hvað markaðsmál varða. Þar sem ég er algjört tölfræði frík finnst mér þetta gríðarlega áhugavert.
Jói og Aron komu til mín og eru búnir að vera yfir helgina...vægast sagt búin að vera djamm helgi!
Ministry of Sound á föstudagskvöldið...Klúbbarölt í Clapham í gær en strákarnir eru að fara út á galeiðuna aftur í kvöld...rúmið mitt hefur aldrei átt eins sterkar tilfinningar frá mér. Get bókstaflega ekki beðið eftir að geta gleymt mér í því.
Fer til Íslands á fimmtudagskvöldið vegna vinnunnar og verð fram yfir helgi. Farinn að sakna nýju fjölskyldunnar minnar svo ég hlakka mikið til að sjá þau aftur.