Friðbjörn Orri orðar það betur en flestir, líkt og áður...

"

Á dögunum kom fram álit svonefndrar mannréttindanefndar SÞ sem taldi kvótakerfið vera ósanngjarnt því það gætu ekki allir sem kunna til verka á sjó unnið við fiskveiðar nema eiga til þess veiðiheimildir.

Þetta er nú meiri spekin.

Nú er talsvert stór hluti íslendinga sem stundar stangveiðar og kaupir sér veiðileyfi í ám hér og þar um landið. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að hver sá sem lært hefur að kasta með flugustöng og vaða ár geti ekki veitt lax og silung sér til framfæris?

Nú er allt land á Íslandi í eigu einstaklinga eða hins opinbera. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að sá, sem lærði að rækta margvíslegar matjurtir og vann í mörg ár við ræktun búfjár, geti ekki tekið sér eitthvað land og hafið þar ræktun og búskap?

Það er með ólíkindum að einhver haldi að álit umræddrar nefndar beri í sér eitthvað annað en algjöran misskilning á stjórnun fiskveiða. Það er öllum frjálst að stunda fiskveiðar og á því eru alls engar hömlur á nokkurn einasta hátt. Til veiða þarf að kaupa tæki og heimildir.

Skip
Veiðarfæri
Veiðileyfi

Með sömu röksemdafærslu og nefnd SÞ notar mætti segja að það sé mannréttindabrot að þjálfaður sjómaður þurfi að kaupa sér skip og veiðarfæri - og að það væri augljós hefting á atvinnufrelsi hans!

"

www.fridbjornorri.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Stórkostleg hundalógík hjá þér, Friðbjörn Orri, og virkar áreiðanlega vel í viðleitni þinni við að verja mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda og kvótafíklana í LÍÚ. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.2.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Blessaður Jóhann.Burt séð frá því að Kúba, Norður Kórea og Kína hafi átt nefndarmenn í mannréttindanefndum stofnunarinnar sem þú lofsamar, látum það liggja á milli hluta.Það verður að horfa hlutlaust á málefni sem þessi.  Eitt getur ekki verið rétt varðandi auðlindir sjávar og annað varðandi auðlindir jarðar.  Það sama verður auðvitað að ganga yfir allt burt séð frá því hvort við berum sterkari tilfinningar til þorsksins, laxins eða jarðir Íslands.  Annars er ekki hægt að rökræða.Ég gef mér það að þú gerir það...ertu þá að segja að það sama eigi við það sem Friðbjörn telur upp?Það er ekkert guðlegt við fiskinn í sjónum, og engin rök fyrir því að önnur lögmál eigi við hann en beljur, jarðir eða fiskinn í vötum og ám landsins.

Fólk verður að hætta að blanda tilfinningum í kvótann. Ef markmiðið er landbyggðin í byggð…er fáranlegt að berjast á móti kvótakerfinu...þá á frekar að horfa á landsbyggðina sjálfa og spyrja af hverju vilja fyrirtæki ekki starfa þar?

Það á ekki að hvetja til loðdýraræktar eða með handafli ýta kvótanum þangað...heldur að búa landbyggðinni umhverfi svo þar geti þrifist blómlegt mannlíf. Ekki ákveða hvað á að vera þar og hvað ekki, væri ekki frekar ráð að búa til skattaparadísir á þeim stöðum sem verst eru úti og leyfa svo markaðinum sjálfum að ákveða hvaða rekstri sé best borgið á Vestfjörðum eða annarsstaðar?

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 10.2.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað næst? Íslendingar að hlusta á kúbverskan embættismann (vitaskuld meðlim í umræddri "mannréttindanefnd") hneykslast á skorti á sykrureyrrækt í íslenskum gróðurhúsum, og allir íslenskir vinstrimenn hlaupa til handa og fóta að skamma íslensk stjórnvöld fyrir ranga stefnumótun?

Geir Ágústsson, 12.2.2008 kl. 00:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband