Laugardagur, 10. nóvember 2007
Lífsreglur Cosa Nostra mafíureglunnar
Reglurnar 10 eru eftirfarandi:
- Enginn getur kynnt sig beint fyrir öðrum vinum okkar. Þriðji aðili verður að sjá um það.
- Aldrei horfa á eiginkonur vina.
- Aldrei láta sjá sig í návist lögreglumanna.
- Ekki fara á krár og klúbba.
- Alltaf vera til þjónustu reiðubúinn því Cosa Nostra er skylda - jafnvel þótt eiginkonan sé í þann mund að fæða barn.
- Mæta verður á alla fundi sem boðað er til.
- Sýna verður eiginkonum virðingu.
- Þegar óskað er eftir upplýsingum verður svarið að vera sannleikanum samkvæmt.
- Ekki má ráðstafa peningum sem tilheyra öðrum eða öðrum fjölskyldum.
- Fólk sem ekki getur tilheyrt Cosa Nostra: Hver sá sem á nákominn ættingja í lögreglunni, hver sá sem á svikulan ættingja, hver sá sem hegðar sér illa og virðir ekki siðareglur og gildi.