Nobels verðlaunin eru nú meira bullið...

Það er auðvitað grín að Al Gore hafi fengið sænsku verðlaunin í ár fyrir myndina sína An Inconvenient Truth.  Sérstaklega þar sem breskur dómstóll var búinn að finna miklar staðreyndarvillur í henni sem grefur undan henni sem heimildarmynd en ýtir undir hana sem áróðurstæki.

Ég var að skoða gamalt blogg frá mér frá því 2004, þegar Wangari Maathai vann verðlaunin, hún gengur ekki heldur alveg heil til skógar...sjá gömlu færsluna hér að neðan:

Að lokum mögnuð grein um friðarverðlaunahafa Nóbels í ár í The Economist. Svolítið magnað að hún var að fá friðarverðlaunin fyrir að stuðla að friði með gróðursetningu.

“THIS year's Nobel Peace Prize was awarded last week to Wangari Maathai, a Kenyan environmentalist-turned-politician, for planting 30m trees.”

“By reforesting Kenya, Ms Maathai has made it less likely to go the way of Sudan. And the way she did it—by paying peasant women to plant seedlings in their own villages—empowers women, and so promotes peace even more.”

Ég ætla samt ekkert að gera lítið úr afrekum hennar en eftir að hafa séð yfirlýsingar hennar um AIDS finnst mér ótrúlegt að þessi manneskja fái friðarverðlaunin en áfram segir The Economist:

“As she reiterated last week, she thinks the virus [AIDS] was created by “evil-minded scientists” to kill blacks: “It is created by a scientist for biological warfare.” Ms Maathai also argues that condoms cannot prevent transmission of the virus. Coming from one of the first women in east Africa to earn a doctorate, Ms Maathai's views might be seen as surprising. Coming from a freshly crowned Nobel laureate, they might be considered inexcusable.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband