Þriðjudagur, 23. október 2007
Þú verður að flytja til Evrópu eftir vinnu þegar illa árar ef Ísland fer inní ESB!
Það sem mér finnst gleymast í umræðunni er að hagkerfið okkar hættir ekkert að vera viðkvæmt og taka miklar sveiflur þó við göngum í ESB. Það eina sem breytist er að jöfnunartækin, gengi sem sveiflast og breytanlegir vextir eftir aðstæðum verða ekki stjórnað af okkur og alveg örugglega ekki hagað eftir aðstæðum hér þar sem Ísland er microríki innan ESB.
Hvernig jöfnum við þá hagsveiflurnar innan ESB? Með því að fólk flyst til Evrópu þegar illa árar og lítið er um störf á Íslandi...og að við látum Evrópubúa flykkjast til Íslands þegar allt er á fullu. Fyrirtækin eru samt í toppmálum á meðan almúginn lendir í þessu því vextir og gengi verða mjög stöðug.
Fyrir utan að missa mikið vald yfir skattamálum okkar ofl sem í dag gerir okkur kleift að vera með mun samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi en ESB er auðvitað mjög mikið af socialískum reglugerðum sem myndu dynja á okkur.
Ég er ekki mjög hrifin af ESB. Sérstaklega ekki þegar við erum með fjórfrelsið (frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki) og erum þar af leiðandi að njóta flesta þeirra ábata sem þetta samband gefur okkur.
Held líka að Íslendingar séu ekki tilbúnir til að flytja stanslaust búferlum til að jafna hagsveiflurnar, eða hvað finnst þér?
Ísland nær betri fríverslunarsamningum en ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Guðmundur,
Í pistlinum sagðir þú "fjórfrelsið" en tvítaldir reyndar "þjónustu". Hvað er fjórði liðurinn?
Frjáls innflutningur á vörum hingað er takmarkaður því tollafgreiðsla er svifasein, og svo má vitaskuld ekki flytja inn landbúnaðarvörur.
Ef við myndum ganga í ESB, er það þá ekki rétt skilið hjá mér að hver sem er gæti pantað gám af matvöru ef honum líkaði t.d. ekki verðið í Bónus? Núverandi tollamúr hækkar vöruverð á Íslandi af því aðeins útvaldir standa í innflutningi og þeir taka gjald fyrir tollafgreiðsluna í formi álagningar.
Ég myndi sennilega hætta að tala um inngöngu í ESB ef ég tæki ekki eftir þessum stóra ókosti við að vera fyrir utan það.
Kári Harðarson, 23.10.2007 kl. 07:21
Þegar þú orðar þetta svona get ég ekki annað en stutt inngöngu - enda lítið fyrir að húka hérna á skerinu nema af því að það gera það svo margir vinir og ættingjar. Burt með alla segi ég! :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:02
Gunnar: hahaha góður
Kári: Búinn að laga, þetta á auðvitað að vera fólk. Fólk, vörur, fjármagn og þjónusta.
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 23.10.2007 kl. 08:03
Sæll bróðir, þetta er áhugaverð hlið á málinu sem þú setur fram þarna, fékk mig allavega til að hugsa.
Annars gaman að hitta á þig um helgina, hafðu það gott.
Kv. Eðvarð.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 23.10.2007 kl. 08:48
Gunnar: Til að svara hinu, þá framleiða lönd ESB ekki landbúnaðarafurðir ódýrast. En ESB er með gríðarlega tollamúra á milli sín og annarra landa hvað landbúnaðarafurðir varða. Við getum því fengið ódýrari matvörur fyrir utan ESB en ef við værum meðlimir.
Ríkistjórn Íslands getur með einu pennastriki gert matvörur á Íslandi jafn ódýrar og jafnvel ódýrari en ESB...afnema bara þessa Tolla, það er ekkert flóknara en það. Það gætum við gert strax á morgun og þannig staðið mun betur hvað þetta varðar en ESB lönd.
Það eru ekki rök með inngöngu í ESB að fá lægri matvöruverð...það eru rök með afturhaldssamri stjórnsýslu á Íslandi í dag.
MARKAÐSSETNING Á NETINU, 23.10.2007 kl. 10:21